Lög um grunnskóla 1995 nr. 66 8. mars -------------------------------------------------------------------------------- I. kafli. 2. gr. Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið. Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Grunnskólinn skal veita nemendum tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðli að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska. Skólastarfið skal því leggja grundvöll að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfa hæfni þeirra til samstarfs við aðra. """"""""""""""""""""""""""""""""""""""""""""" Stjórnarskrá SJÖTTI KAFLI 62. grein Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum. SJÖUNDI KAFLI 65. grein Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. """""""""""""""""""""""""""" Er það bara ég eða er voru mennirnir sem sömdu þessa stjórnarskkrá og skólalögin, á sýru. Á þessu þarf að vekja athygli og fá lögmenn til að fara í þessi mál af fullum krafti. Ég legg til að mótmælendur og réttlætissinnar stofni bankareikning sem fólk getur lagt inn á og auglýsi það starf sem fyrir höndum er, bæði hvað varðra vinaleið og fullann aðskilnað ríkis og kirkju. Það er ekki úr vegi að fá Siðmennt og vantrú í lið með okkur og gerast nú gráir fyrir járnum og kveða niður þessi mannréttindarbrot og koma á ósviknu TRÚFRELSI.