Saturday, January 20, 2007

stúlkur ATH


Í desember síðastliðinn mátti lesa grein í fréttablaðinu þess efnis að klámdrottningin jenna jameson hefði fundið ástina . Í greininni kemur líka fram að kærastinn lukkulegi, sé nokkuð slétt sama um fortíð prinsessu sinnar . Oft er það svo, að þegar ástarvíman dvínar, þá fara hlutir sem skiptu engu máli að skipta máli . Það kemur því miður að því að blessaður kallinn henna Jennu, fer að eyða heilu og hálfu tímunum í hugsanir um fortíð Jennu . Hvort að það rati inná síður blaðanna tel ég harla ólíklegt . Það sem fjölmiðlar eru því miður sekir um, er að hafa fengið almenning til að líta klámið léttvægum augum . Þegar setningar eins og : hin ástsæla klámstjarna, og vinsæla pornodrottning sjást sí og æ á síðum blaðanna, dregur einhver þá vafasömu ályktun að klám sé hið besta mál . Þegar svo fjölmiðlar fóru að birta kynlífsauglýsingar af vafasömu tagi, varð klámdraugurinn kátur . Ekki er Goldfinger síðri í klámvæðingar-ferlinu ógurlega . En svo þegar klámvæðinginn kemur að Byrginu, þá eru allir á móti henni . Hvernig má það vera ? Vonandi verða þessi skrif, til þess að opna augu ungra stúlkna fyrir villu-blekkinga aðferðarfræði hagsmuna aðila klámsins .


0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home