Ráð Hr. Karls í aðdraganda Íraksstríðsins

Eins og lesa má um á öðrum þræði hér gagnrýndi Biskup Íslands Hr. Karl Sigurbjörnsson það hvernig íslamistarnir í Írak nota nýfengið frelsi sitt til tilgangslausra blóðbaða og hvernig þeir klúðruðu aftöku Saddams eins og svo mörgu í þessu hörmungarstríði.Sem kirkjunnar þjónn komst ég að ýmsu er ég var starfandi þar, þó ég sé það ekki lengur og get óhultur miðlað upplýsingum sem mér áskotnuðust á löngum ferli. Sannkristinn tæpti á þessu máli fyrir nokkrum mánuðum, hefur greinilega heimildarmenn úr innsta hring, en það fékk litla athygli, en málið er að Hr. Karl var hafður með í ráðum í aðdraganda Íraksstríðsins. Halldór var fyrst eitthvað efins er Davíð bar þetta undir hann að flykkja sér með vígfúsum þjóðum og bað um frest til að leita ráða hjá Biskupnum um trúarlegar og siðferðilegar undirstöður þessarar árásar. Eftir að Hr. Karl hafði sagt honum að þetta gæti verið fyrsti áfangi á þeirri göfugu leið að kristna Mið-Austurlönd gaf Halldór eftir og lét setja okkur á listann vígfúsa sem fyllti þar með þriðja tuginn.Þetta er á vitorði í þröngum hring embættismanna og varla geta þeir gert mikið við mig ellilífeyrisþegann þó ég lyfti hulunni af þessu nú. Fyrir atbeina Biskupsins fór Ísland á listann síðast allra og fyllti þar með þriðja tuginn. Það er því skiljanlegt að Hr. Karli sárni hvernig kristniboðið gengur í Írak og tali um tilgangsleysi og annað í því sambandi. Hann vill vinna stríðið sem fyrst svo hægt sé að fara að breiða út Fagnaðarerindið eins og alltaf stóð til.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home