Internetið niðri - skammtaðar fréttir.

Hvers vegna þar ég að lesa það á erlendum fréttamiðlum að það muni taka fleiri vikur að lagfæra sæstrenginn milli Íslands og Canada? Ég hef ekkert séð um þetta á innlendum fréttasíðum.Allan daginn í dag hefur Internetið verið niðri hugsanlega vegna einhverrar uppfærslu. Enginn fær að vita neitt og allar "hotlines" í nýársfríi og gefa engar upplýsingar.Þetta minnir mig á þegar ég var unglingur. Útvarpið og dagblöðin skömmtuðu fréttir svo rækilega, að íslenzkir verkamenn héldu að þeir hefðu það helvíti gott. Þangað til einn góðan veðurdag að þeir vöknuðu upp við þann vonda draum að Potúgalar sem voru fátækustu Evrópubúarnir væru komnir fram úr okkur

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home