Saturday, January 20, 2007

Borgaraflokkurinn II


Hvernig er það eru ekki fleiri en ég sem geta tæplega hugsað sér að kjósa yfir sig neinn af núverandi valkostum í næstu kosningum? Ég get ekki hugsað mér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn því þeir níðast á minnimáttar með afar hrottafengnum hætti. Ég get ekki hugsað mér að kjósa Framsóknarflokkinn því þetta er ekki stjórnmálaflokkur heldur klúbbur tækifærissinna. Ég get ekki hugsað mér að kjósa Samfylkinguna því þeir samþykkja orðalaust bullið og óréttlætið sem tveir ofangreindu flokkarnir hafa hnoðað saman á undanförnum árum, eins og til dæmis kvótakerfið og byggðaröskunina sem fylgdi í kjölfarið. Ég get ekki hugsað mér að kjósa aldraða því ég nenni ekki að bíða eftir því að minn tími komi. Ég get ekki hugsað mér að kjósa Frjálslynda því ég set stórt spurningamerki við nýtt afl innan þeirra raða. Hvað er þá eftir ??? Eru fleiri í sömu stöðu og ég og hvers vegna?


0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home