Tuddar

Fólk er fífl, svo mikið er víst. Allavega hérna á Íslandi. Bölvaðir tuddar. Ég var að keyra frá vinnustað í dag í mikilli og hægri umferð og ákvað að staldra við og hleypa tveimur bílum (úr langri röð) inn í umferðina sem að höfðu setið lengi og beðið eftir tækifæri. En það mátti ekki sýna samborgurum þessi liðlegheit því að tveir bílar fyrir aftan mig byrjuðu að flauta um leið og ég stoppaði. Þegar ég leit í spegilinn sá ég mann á ca fertugs aldri í jeppa á bakvið mig og það fór ekki á milli mála að blóþrýstingurinn var allt of hár og hann að tjúllast þarna í einhverju æðiskasti. Eldrauður í framan, gargandi eitthvað óskiljanlegt, með hendurnar út um allt. Passaði vel við Landcruiserinn á stóru dekkjunum. Allt þetta vegna þess að ég tók 10-15 sekúndur í að hleypa bíl inn í umferðina. Helst langaði mig að setja í handbremsu og stökkva út og versla mér pylsu úr pylsubarnum sem stóð þarna rétt hjá, en ég vildi ekki verða vitni að heilablófalli fíflsins á bakvið mig.Hversvegna lætur fólk svona? Er fólk í alvörunni orðið svo sjálfsupptekið og egósetrískt að það má ekki lengur sýna nágrannanum smá viðleitni hérna á Íslandi?

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home