Forsetabíllinn á uppboð?

Mig langaði aðeins að vekja athygli á þessu máli um Packardinn (fyrsta forsetabílinn) sem Sævar Pétursson bifvélavirki er búin að gera upp og eyða í bílinn um 4000 þúsund vinnustundum og er heildarupphæðin á viðgerðinni komin vel á annan tug milljóna en hann aðeins fengið greitt um 4.5 milljónir. Ekki voru framleiddir nema um 700 bílar af þessari gerð og er því um nokkuð sérstakan bíl að ræða. Nú þegar er að koma kosningar er nú um að gera fyrir bílaáhugafólk og einnig þá sem hafa áhuga á sögu Íslands að senda okkar kæru þingmönnum áskorun um að greiða fyrir viðgerðina á bílnum svo hann verði ekki seldur úr landi. Ég er búin að senda tölvupóst og fékk jákvæð viðbrögð.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home