Saturday, January 20, 2007

Borgarstjóri heiðrar hvunndagshetju.


Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sýndi lofsvert framtak er hann heiðraði mann sem í sveita síns andlitis hefur í 50 ár unnið við sorphirðu í 50 ár samfellt, eflaust á lágmarkslaunum í erfiðu og slítandi starfi, allavega var það framan af eftir að hann hóf þar störf. Ég kaus ekki borgarstjórann eða flokk hans, en með þessu hefur hann stórvaxið að áliti og virðingu hjá mér. Í raun ætti þessi hetja hversdagsins að fá Fálkaorðuna, en orðunefnd lítur víst vart við öðrum en þeim sem í gegnum árin hafa unnið þægileg störf á háum launum í góðum embættum.


0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home