Að lána peninga, og fá þá ekki til baka.

Er þetta eitthvað sem margir hafa upplifað. Að lána sínum góða vini peninga, og það er samið um allt munnlega, hvernig borgað verði til baka. Ennnnn, svo skeður annað. Peningarnir koma aldrei tilbaka. Skyndilega er þessi góði vinur orðinn að einum versta fjanda. Það er hótað öllum illum látum, en það dugar ekki. Peningarnir eru einfaldlega, tapað fé. Þessa reynslu hef ég sjálfur upplifað. Fyrir um tuttugu árum, lánaði ég einum af vinum mínum, sem var mér góður vinur. 400.000 þús kr sem voru miklir peningar í þá daga. Jájá. Allt var í orden. Hvað skeði svo? Maðurinn stakk af til Svíþjóðar, og bjó þar í mörg ár, og notaði peninganna til að starta einhverju litlu fyrirtæki í Uppsala. ‘Eg varð bitur og sár. Gat ekkert gert. Skyndilega hafði ég aðeins mitt tímakaup og ekkert meir en það til að lifa af. Þessar 400,000 þús kr hafði ég skrapað saman á fáum árum. Eða hvað með að skrifa uppá, fyrir einhvern, og þurfa svo sjálfur að borga skuldina. Ég þekki nokkur dæmi um svoleiðis, svikamyllur. Skrifað er uppá fyrir góðan vin, en vinurinn borgar aldri. Hvað á að gera við svona menn. Skuldafangelsi? Það eru svo margir óþokkar í okkar samfélagi, sem leika góða kallinn, en eru svo bara illmennin eitt.Segið endilega frá einhverju í svipaðri líkingu. Ekki er ég einn um svona svikamyllur?

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home