frettir123
Tuesday, August 29, 2006
Boðsbréf til allra - ekki aðeins áhrifafólks

Ómar Ragnarsson er ekki aðeins frábær frétta- og fjölmiðlamaður heldur líka ötull baráttumaður fyrir verndun íslenskrar náttúru. Fáir ef nokkur hefur eins gott yfirlit yfir íslenskar óbyggðir og Ómar. Ómar notar bæði hæfileika sína sem fjölmiðlamaður og þekkingu sína á landinu til þess að vekja og halda vakandi andstöðu við virkjanaframkvæmdum og því sem þeim fylgir, álveri og öðrum atvinnutækifærum. Ómar er ekki einn um þetta. Mótmælendur eru margir. Það er sárt að sjá á eftir landinu undir vatn. Það er líka sárt að sjá á eftir íbúum byggðarlaganna hverfa á brott, flytja, flýja, hverfa frá húsum sínum verðlausum. Ég get fullyrt að það var ekki af einskærum álversáhuga eða stóriðjuást að forsprakkar sveitarfélaga á Austurlandi völdu að fara þá leið sem varð ofaná. Það var engin önnur leið. Það hefur enginn, hvorki Ómar né aðrir mótmælendur, bent á aðra leið til atvinnuuppbyggingar á landsbyggðinni. Jú, hin leiðin er að allir flytji suður og þá væntanlega ekki til þess að vinna í álverum á SV-horninu - en hvað? Það væri athyglisvert ef mótmælendur Kárahnjúkavirkjunar létu frá sér fara yfirlýsingu um að heldur vildu þeir gefa á bátinni búsetu á Austfjörðum en þau óbyggðu og óbyggilegu svæði sem fara undir vatn. Þá væri líka tilefni fyrir Ómar að bjóða áhrifafólki til ferðar um hverfandi sjávarpláss og vissulega myndi Ómar gera það með þeirri elju og einlægni sem honum einum er lagið.
Alltaf á biðlínu.

Getur verið að símafyrirtækin séu með sérstök tilboð til fyrirtækja, ef þau láta fólk bíða svo og svo lengi á línunni að þau fái sérstaka samninga við þau ( símafyrirtækin ). Ég bara spyr þar sem ég er búin að lenda í því í morgun að vera endalaust á bið og svo slitnar. Ég er ekki ofbeldishneigð að eðlisfari en gæti lamið einhvern í augnablikinu. Svo er það þjónustulundin, einn sótti gögn til RSK þar sem að hann fékk áætlað á sig skattinn og þarf að leiðrétta á netinu en þeir hjá RSK eru ekkert að nefna það að lykillinn sem þú fékkst sendan í vetur með skattframtalinu - hann áttu að geyma - jú ég vissi það en man samt ekki hvar hann er en gætu þeir ekki um leið og þeir láta þig hafa afrit af sundurliðun og afrit af skýrslunni látið upprunalega lykilinn fylgja??? Er þetta rigningin sem er að pirra mig eða hvað???? Erum við ekki fyrirmynd unga fólksins? ... við verðum að geta leiðbeint þeim til þess að þau læri að gera hlutina rétt og jákvætt... af hverju er svona mikið ofbeldi í þjóðfélaginu....
Selfosslögreglan klippir númer af bílum

Spaugileg var frétt af kvörtun lögreglunnar á Selfossi vegna númerslausra bíla í umferð.Löggan hótaði því að klippa númer af bílum sem aka númeraplötulausir.Hvernig er hægt að klippa númeraplötur af bílum sem hafa ekki númeraplötur?Jú, ég átta mig á hvað þeir eiga við: Að svipta viðkomandi bíla númeri. Þetta minnir á fræga hótun dyravarðar við uppvöðslusaman gest: "Ef þú ætlar að fá að vera hérna inni skaltu koma þér út!"
Slæleg vinnubrögð lögreglunnar?

Ég verð að játa því, að fréttir af nauðguninni í Breiðholti sé af skornum skammti og kannski ekki allar upplýsingar gefnar, en ég skil það þannig, að löggan sé að leita að nauðgaranum um allt Breiðholt út frá ónákvæmri lýsingu stúlku. Þetta er tímaeyðsla í sjálfu sér. Nauðgarinn gæti allt eins verið úr Vesturbænum.Það sem hefði átt að gera var, að rannsaka bitsárið, taka mynd af tannaförum og slefsýni.Slefið er hægt að dna-greina til að staðfesta eða útiloka sekt. Nú er það um seinan.
Ökuskýretni sem klippikort, ja...hvernig hljómar það? ‘i danaveldi eru komin ný umferðarlög sem segja, eitt klipp í kortið við eitt umferðarlagabrot. Eftir 10-klipp missir maður kortið og maður skal taka ökuprófið að nýu. Ef maður er valdur af umferðarslysi, svo er það 2-klipp í kortið,ogEf maður ekur niður gangandi vegfarenda, svo eru það 5-klipp í kortið. Eftir að þessi lög komust í gegn, svo hafa allskonar umferðaróhöpp snarminkað og hraðakstur er ekki svo mikill sem áður. Þó það sé leift að keyra upp að 110km á hraðbrutum og 130km á völdum hraðbrautum. (utan þéttbýlis) Það eru allavega margir íslendingar sem eru duglegir við að keyra hratt og aðrir fara yfir á rauðu ljósi með fullum vilja. Hvernig líst ykkur á?.....
Gamlar kerlingar

Sumt fer í taugarnar á mér í hraða neysluþjófélgsins.Enn einu sinni lenti ég í tímahraki í dag. Það er oft svo mikið að gera á föstudögum. Ég þurfti í banka og vonaðist eftir skjótri afgreiðslu gjaldkera. Tók númer og beið. Nokkur biðröð var. Það sem pirraði mig var að fylgjast með gömlum konum sem fóru til gjaldkera með allt óklárt. Þær stóðu fyrir framan gjaldkera og byrjuðu að róta og leita í tösku sinni að greiðsluseðlum, bankabók og þess háttar. Stóðu í langan tíma fyrir framan gjaldkera rótandi í töskunni sinni. Þegar gjaldkerinn hafði afgreitt þær snöfurmannlega stóðu þær ennþá í dagóðan tíma fyrir framan gjaldkerann og röðuðu hægt og snyrtilega öllu í tösku sína áður en þær viku frá og gáfu gjaldkera færi á að afgreiða næsta kúnna.Ég var stressaður vegna tímahraks og nefndi við gjaldkerann að hann eigi bara að slá inn númer næsta viðskiptavinar um leið og gamla konan hafði verið afgreidd. Burt séð frá því hvort sú gamla var ennþá að raða og taka til í töskunni sinni fyrir framan gjaldkerann.Gjaldkerinn svaraði (og ég get alveg verið sammála því sjónarmiði): "Æ, það væri dónaskapur af mér að afgreiða næsta kúnna yfir öxlina á gömlu konunum. Þær átta sig ekki á þessum hamagangi á annatíma."Hvernig væri að gömlu konurnar notuðu biðina eftir afgreiðslu til að hafa pappírana sína tilbúna þegar þær koma að gjaldkera. Og strax eftir að þær hafa verið afgreiddar þá víki þær frá gjaldkera og gangi frá pappírunum annarsstaðar en fyrir framan framan gjaldkerann?
Björn Bjarnason enn og aftur

Jæja - þá hefur BB loksins sýnt sitt rétta andlit og sagt umbúðalaust að hann vilji leyniþjónustu hér á landi. Hann segir það helst ógna okkur séu hryðjuverkamenn og skipulagðir glæpir!!!!.Vesalings maðurinn - hann lifir að sjálfsögðu í sínum "fína" heimi með nóg af öllu og allt til alls og veit því ekki að mesta ógnin sem steðjar að íslendingum í dag er að verða gamlir, veikir og eða fátækir. Legg til að hann stigi niður til fólksins í landinu og hlutsti nú einu sinni almennilega á hvað þarf og vantar hér að mati íslendinga.
Tuesday, August 08, 2006
"helgin fór vel fram" !!!!

Lögreglan og bæjaryfirvöld á Akureyri segja helgina hafa farið vel fram. Það var og.Fjórar nauðganir, 65 fíkniefnamál, 30 bílar skemmdir, 40-5o manns á slysadeild vegna slagsmála, fólk gekk örna sinna í görðum og lá "dautt" á götum úti.Er þetta mælikvarðinn - eins gott fyrir Akureyringa að hafa svona lágan standard.Nú getum við mætt helgi eftir helgi þangað til að dópa, nauðga, skemma og skíta þegar okkur dettur í hug!!!
Monday, August 07, 2006
Tekinn á ofsahraða með nýtt skírteini

"Ungur ökumaður, sem hefur haft ökuskírteini í ellefu daga, var stöðvaður á Reykjanesbraut í gærkvöldi eftir að bifreið hans hafði mælst á 141 kílómetra hraða, tvöfalt meira en leyfilegum 70 kílómetra hámarkshraða. Ökumaðurinn má því búast við að missa skírteinið í tvo mánuði og greiða sekt að auki".Legg til að hann þurfi að bíða í 5 ár eftir endurnýjun skýrteinisins.Hann hefur greinilega þroska 12 ára barns svo hugsanlega hefur hann náð þroska 17 ára eftir 5 ár.
Sunday, August 06, 2006
Sniðgöngum vörur frá Ísrael

I ljósi átakkanna á milli ‘Israel og Líbanon. Svo væri nær að íslendingar sameinuðust um að hætta að kaupa vörur frá ‘Israel og aðrar vörur sem eru framleiddar undir merkjum Gyðinga. Það væri vel við hæfi að fá upplíst hér á þessum þræði hvaða vörur koma frá ‘Israel. Látið endilega vita um hvaða vörur finnast hér á ‘Islandi, svo hægt sé að sniðganga vöruna.
Thursday, August 03, 2006
Heilun og blómadropar

Í kvöld endursýndi Sjónvarpið makalaust viðtal við Birnu Smith. Hún gefur sig út fyrir að vara DNA heilara. Segist tala við stofnfrumu sína og annarra og lækna þannig á léttu spjalli alla sjúkdóma.Þvílíkt endemis bull. Stjórnendur Kastljóss og læknir áttu varla orð til að mæta þessu bulli. Verra er að sjúkt fólk, t.a.m. krabbameinssjúklingar, reyna allar leiðir til að ráða sjúkdómi sínum niðurlögum. Og eru fórnarlömb svona dellu.Í öðrum sjónvarpsþætti var viðtal við jóga-kennara sem framleiðir blómadropa. Minnir að hún heitir Kristbjörg. Hún safnar blómum og býr til úr þeim lækningavökva. Aðspurð hvernig hún viti hvaða blóm læknar hvað sagðist hún setja blómin í vökva og láti blómin sjálf segja sér hvað þau lækna. Hún situr uppi á heiðum og spjallar við blómin.Ruglið er þvílíkt að manni blöskrar að svona fólk geti gert bisness út á það.
Ísland beint: tilhæfulaus rukkun frá Símanum

Núna 10. júlí fékk ég rukkun senda frá Símanum upp á 455 (sem síðan hækkaði um 230 krónur - víst einhvers konar tilkynningargjald), sem ég skildi ekki, og skil ekki enn, því ég er með frelsi.Ég hringdi í þjónustufulltrúa og hún skildi ekki þessa þjónustu mikið betur en ég; mörgum dögum seinna hringdi tæknifulltrúi í mig og sagði mér að e-r í útlöndum hefði hringt í einhvern þjónustufulltrúa hjá OgVodafone og sá þjónustufulltrúi hringt í mig og spurt mig hvort ég mundi vilja samþykkja kollekt símtal frá útlöndum. Sama hversu mikið ég sagði honum að þetta símtal hefði aldrei átt sér stað (ég þekki engan útlending og þeir sem búa hér á Íslandi voru ekki í útlöndum í apríl-mánuði þegar þessi símhringing á að hafa átt sér stað -- jamm, ég fékk rukkun í júlí fyrir símtal sem á að hafa átt sér stað, skv. Símanum, í apríl!)Síðan hringdi þjónustufulltrúi frá OgVodafone í mig, þar sem ég hafði sent þeim tölvupóst og krafið þá svara, og sú sagði mér að þarna væri Síminn einfaldlega að skíta upp á bak. En nú, þegar styttist í eindagann (núna 5. ágúst) að þá situr Síminn enn við sinn keip og neitar að rífa þennan reikning í tætlur; eins og þeir þó voru að gera í dag við 410 króna reikning sem foreldrar mínir fengu á sinn heimasíma fyrir nákvæmlega þessari sömu "þjónustu" - sem átti sér heldur ekki stað hjá þeim - sem kallast víst Ísland beint.Hefur einhver annar lent í þessu hjá Símanum?? Vonandi enginn hjá OgVodafone því ég verð viðskiptavinur þeirra eftir helgi










