Tuesday, August 29, 2006

Gamlar kerlingar


Sumt fer í taugarnar á mér í hraða neysluþjófélgsins.Enn einu sinni lenti ég í tímahraki í dag. Það er oft svo mikið að gera á föstudögum. Ég þurfti í banka og vonaðist eftir skjótri afgreiðslu gjaldkera. Tók númer og beið. Nokkur biðröð var. Það sem pirraði mig var að fylgjast með gömlum konum sem fóru til gjaldkera með allt óklárt. Þær stóðu fyrir framan gjaldkera og byrjuðu að róta og leita í tösku sinni að greiðsluseðlum, bankabók og þess háttar. Stóðu í langan tíma fyrir framan gjaldkera rótandi í töskunni sinni. Þegar gjaldkerinn hafði afgreitt þær snöfurmannlega stóðu þær ennþá í dagóðan tíma fyrir framan gjaldkerann og röðuðu hægt og snyrtilega öllu í tösku sína áður en þær viku frá og gáfu gjaldkera færi á að afgreiða næsta kúnna.Ég var stressaður vegna tímahraks og nefndi við gjaldkerann að hann eigi bara að slá inn númer næsta viðskiptavinar um leið og gamla konan hafði verið afgreidd. Burt séð frá því hvort sú gamla var ennþá að raða og taka til í töskunni sinni fyrir framan gjaldkerann.Gjaldkerinn svaraði (og ég get alveg verið sammála því sjónarmiði): "Æ, það væri dónaskapur af mér að afgreiða næsta kúnna yfir öxlina á gömlu konunum. Þær átta sig ekki á þessum hamagangi á annatíma."Hvernig væri að gömlu konurnar notuðu biðina eftir afgreiðslu til að hafa pappírana sína tilbúna þegar þær koma að gjaldkera. Og strax eftir að þær hafa verið afgreiddar þá víki þær frá gjaldkera og gangi frá pappírunum annarsstaðar en fyrir framan framan gjaldkerann?

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home