Thursday, August 03, 2006

Ísland beint: tilhæfulaus rukkun frá Símanum


Núna 10. júlí fékk ég rukkun senda frá Símanum upp á 455 (sem síðan hækkaði um 230 krónur - víst einhvers konar tilkynningargjald), sem ég skildi ekki, og skil ekki enn, því ég er með frelsi.Ég hringdi í þjónustufulltrúa og hún skildi ekki þessa þjónustu mikið betur en ég; mörgum dögum seinna hringdi tæknifulltrúi í mig og sagði mér að e-r í útlöndum hefði hringt í einhvern þjónustufulltrúa hjá OgVodafone og sá þjónustufulltrúi hringt í mig og spurt mig hvort ég mundi vilja samþykkja kollekt símtal frá útlöndum. Sama hversu mikið ég sagði honum að þetta símtal hefði aldrei átt sér stað (ég þekki engan útlending og þeir sem búa hér á Íslandi voru ekki í útlöndum í apríl-mánuði þegar þessi símhringing á að hafa átt sér stað -- jamm, ég fékk rukkun í júlí fyrir símtal sem á að hafa átt sér stað, skv. Símanum, í apríl!)Síðan hringdi þjónustufulltrúi frá OgVodafone í mig, þar sem ég hafði sent þeim tölvupóst og krafið þá svara, og sú sagði mér að þarna væri Síminn einfaldlega að skíta upp á bak. En nú, þegar styttist í eindagann (núna 5. ágúst) að þá situr Síminn enn við sinn keip og neitar að rífa þennan reikning í tætlur; eins og þeir þó voru að gera í dag við 410 króna reikning sem foreldrar mínir fengu á sinn heimasíma fyrir nákvæmlega þessari sömu "þjónustu" - sem átti sér heldur ekki stað hjá þeim - sem kallast víst Ísland beint.Hefur einhver annar lent í þessu hjá Símanum?? Vonandi enginn hjá OgVodafone því ég verð viðskiptavinur þeirra eftir helgi

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home