Tuesday, August 29, 2006

Alltaf á biðlínu.


Getur verið að símafyrirtækin séu með sérstök tilboð til fyrirtækja, ef þau láta fólk bíða svo og svo lengi á línunni að þau fái sérstaka samninga við þau ( símafyrirtækin ). Ég bara spyr þar sem ég er búin að lenda í því í morgun að vera endalaust á bið og svo slitnar. Ég er ekki ofbeldishneigð að eðlisfari en gæti lamið einhvern í augnablikinu. Svo er það þjónustulundin, einn sótti gögn til RSK þar sem að hann fékk áætlað á sig skattinn og þarf að leiðrétta á netinu en þeir hjá RSK eru ekkert að nefna það að lykillinn sem þú fékkst sendan í vetur með skattframtalinu - hann áttu að geyma - jú ég vissi það en man samt ekki hvar hann er en gætu þeir ekki um leið og þeir láta þig hafa afrit af sundurliðun og afrit af skýrslunni látið upprunalega lykilinn fylgja??? Er þetta rigningin sem er að pirra mig eða hvað???? Erum við ekki fyrirmynd unga fólksins? ... við verðum að geta leiðbeint þeim til þess að þau læri að gera hlutina rétt og jákvætt... af hverju er svona mikið ofbeldi í þjóðfélaginu....

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home