Tuesday, August 29, 2006

Selfosslögreglan klippir númer af bílum


Spaugileg var frétt af kvörtun lögreglunnar á Selfossi vegna númerslausra bíla í umferð.Löggan hótaði því að klippa númer af bílum sem aka númeraplötulausir.Hvernig er hægt að klippa númeraplötur af bílum sem hafa ekki númeraplötur?Jú, ég átta mig á hvað þeir eiga við: Að svipta viðkomandi bíla númeri. Þetta minnir á fræga hótun dyravarðar við uppvöðslusaman gest: "Ef þú ætlar að fá að vera hérna inni skaltu koma þér út!"

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home