Heilun og blómadropar

Í kvöld endursýndi Sjónvarpið makalaust viðtal við Birnu Smith. Hún gefur sig út fyrir að vara DNA heilara. Segist tala við stofnfrumu sína og annarra og lækna þannig á léttu spjalli alla sjúkdóma.Þvílíkt endemis bull. Stjórnendur Kastljóss og læknir áttu varla orð til að mæta þessu bulli. Verra er að sjúkt fólk, t.a.m. krabbameinssjúklingar, reyna allar leiðir til að ráða sjúkdómi sínum niðurlögum. Og eru fórnarlömb svona dellu.Í öðrum sjónvarpsþætti var viðtal við jóga-kennara sem framleiðir blómadropa. Minnir að hún heitir Kristbjörg. Hún safnar blómum og býr til úr þeim lækningavökva. Aðspurð hvernig hún viti hvaða blóm læknar hvað sagðist hún setja blómin í vökva og láti blómin sjálf segja sér hvað þau lækna. Hún situr uppi á heiðum og spjallar við blómin.Ruglið er þvílíkt að manni blöskrar að svona fólk geti gert bisness út á það.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home