frettir123
Saturday, July 29, 2006
Thursday, July 27, 2006
Hjartalæknar í stríði við Tryggingastofnun

Um daginn ákvað ég að panta tíma hjá hjartalækni. Ekkert mál var sagt við mig, komndu bara þennan dag klukkan þetta, og ég mætti stundvíslega. Þá fyrst var mér sagt að vegna deilna milli hjartalækna og Tryggingast yrði ég að greiða allt sjálfur, (rúmar 6000 kr) nema ég kæmi með tilvísun frá heimilislækni, þá tæki Tryggingast einhvern þátt í kostnaði. Nú háttar þannig til hjá mér, að minn gamli heimilislæknir dó drottni sínum fyrir nokkru, og hefur mér ekki tekist að verða mér úti um annan enn sem komið er. En hvað er í gangi?, halda þeir hjá Tryggingast að ef ég fer á eigin vegum til hjartalæknis, þá sé ég bara að fara að gamni mínu,, já eða bara til að hafa eitthvað fyrir stafni. Er ekki eitthvað bogið við svona kerfi, eða hvað?,,,,
Iceland Express er bara djók

Þetta flugfélag sem kallar sig Iceland Express eða eitthvað álíka siglir undir fölsku flaggi. Af einhverjum undarlegum ástæðum er það kallað "lággjaldaflugfélag"! Hlægilegt. Ef farið er inn á síðu þess, þá er alveg ómögulegt að finna einhverja ferð sem er ódýr, sama hvar er leitað. Nýlega flaug ég milli Íslands og Englands, og það var ekki erfitt að finna miklu ódýrari kosti með Icelandair, og auðvitað valdi ég hann. Iceland Express hefur líka verið að lofa nýjum áfangastöðum, t.d. til/frá Bergen í Noregi, en svo hætt við án þess að gefa neina ástæðu upp, fólki á fyrrnefndu svæði til gremju. Ef einhver getur bent mér á ódýra ferð með flugfélaginu, þá getur vel verið að ég splæsi ferðinni á viðkomandi. En það er víst lítil hætta á því:)
Góða veðrið

Mér finnst fréttaflutningur af veðri hafa verið frekar undarlegur í sumar. Það vill svo til að það eru mörg ár síðan annað eins blíðvirði hefur verið á austurlandi einsog er búið að vera í ár. Ég held reyndar að það hafi bara aldrei verið jafn æðisleg gott. Það hefur ringt tvisvar og það er næstum alltaf sól. Þetta er hreint út sagt ótrúlegt. Reykvíkingar eru eðlilega öfundsjúkir yfir þessu en mér finnst óþarfi að láta þeirra ólund og öfund hafa þau áhrif að fréttaflutningur á öllum rásum sýni frammá það. Meiraðsegja vinir manns eru með ólund þegar maður reynir að segja þeim frá lífi sínu, bara því að hjá mér er sól og hjá þeim er rigning. Svo kemur smá sól hjá þeim og þá fer allur heimurinn að snúast um það. Þetta er sorglegt! Kannski fengjuð þið vott af þessu góða veðri til ykkar ef þið gætuð samglaðst þeim sem hafa fengið að njóta sólar í sumar? Mér finnst samt mest aumkunarvert að fréttafólk læri aldrei, það er hægt að segja frá hitabylgju í Danmörku og ræða um leið um það hversu mikil þoka og kuldi er á Íslandi, en því miður, það er bara rugl. Á mínu íslandi er veðrið stórkostlegt, þið sem eruð í reykjavík viljið bara ekki heyra um það, en afhverju skiptir veðrið í danmörku þá máli?það er svo gott veður hérna fyrir austan að það er engu líkt og ég er farin út í sólbað ;)
Hvað er stríð fyrir okkur

Stríð ætti að hafa áhrif á allaHvað þýðir stríð fyrir Íslendinga? Nánast ekkert, við vitum varla hvað það er. Þegar við lesum um stríð í blöðum og sjáum myndir í fréttunum þá er svo venjulegt að sjá þetta og í gegnum tíðina hefur alltaf verið sýnt frá stríði í fréttunum að þetta snertir okkur nánast ekkert.Stríð verður alltaf, síðan ég man eftir mér man ég eftir fréttum í blöðum, útvarpi og sjónvarpi frá stríðsátökum í einhverju fjarlægu landi, maður hugsar voðalega lítið út í þetta, en afhverju? Það er erfitt að svara kannski út af því að við þekkjum þetta ekki af eigin raun. Ég fór mikið að hugsa um þetta allt þegar ég sá myndina í Fréttablaðinu á mánudaginn, í gær semsagt.Þar er mynd af tveimur mönnum vera að fylgjast með leiðtoga Hizbollah, flytja ræðu. Og fyrir utan sést merki þess að saklaust fólk hefur látið lífið. Ímyndið ykkur þegar þið horfið út um gluggan að þið sjáið brennandi hús, sært fólk, grátandi og sorgmætt yfir að hafa misst einhvern náinn allt þetta út af deilum háttsettra í landinu, þeir sem hafa völd.En það er líka svo oft sem við sjáum bara eina hlið að stríði, frá hlið Bandaríkjanna
Bandaríkin og Alræðisvaldið !

Mér finnst bandaríkjamenn fara með alræðisvald, þegar menn skoða þetta ástand Ísrael ég meina hvað er um að vera hvað þarf að vera búið að drepa mikið af fólki þarna áður en nó er komið, maður heyrir það í fréttum núna að kaninn vilji að ekki neitt sé gjört til að semja um frið fyrr en í fyrsta lagi eftir viku, hvað breytir vika til eða frá nema þá aðeins að fleiri fórnalömb saklausir borgarar og börn deyja.Það er nó komið Alþjóðasamfélagið verður að fara stoppa kanann af þetta gengur ekki, það vita það allir sem fylgjast með fréttum út á hvað þetta strýð er að snúast um, kaninn er að ögra Íran til að hafa góða ástæðu til að fara þar inn og hefja strýð ?
Ljótur arkitektúr í nýjum hverfum

Alveg er það makalaust hvað íslenskir arkitektar eru einsleitir og - afsakið - geldir. Fór í bíltúr um helgina í öll helstu nýju hverfi borgarinnar og nágrenni og allstaðar eru húsin eins; blokkir, raðhús og einbýli. Kassar með flöt þök (hélt nú að við hefðum ákaflega slæma reynslu af þeim).Þetta er eins einsleitt og náttúrulaust og hægt er. Steingelt og ópersónulegt og vantar alla frumlega hugsun. Við vorum 4 í bílnum á aldrinum 15 til 40 og ekkert okkar gæti hugsað sér að búa í svona "Sovétríkja húsum". Finnst að það ætti að fara að stöðva þennan stíl, það er komið nóg.
Ljótu húsin.

Það er reynt að byggja eins ódýrt eins og hægt er, þetta er algjör fjöldaframleiðsla sem er seld á uppsprengdu verði í skjóli framboðs og eftirspurnar.Það verður spennandi að sjá hvernig þeir reyna að losna við húsin núna þegar markaðurinn er orðinn mettur. Þá fer fólk nefnilega að velja og hafna aftur.
Thursday, July 20, 2006
Varizt ódýrar Búlgaríuferðir!

Það er ekki nóg með að ráðist sé á saklausa verslunarskólanemendur í Búlgaríu og þeir skornir og rændir. Ekki heldur að rigningar hafi dunið yfir landið reyndar svo mjög að öldruð íslensk hjón sem bjuggu á 7. hæð á hóteli í Sunny Beach urðu að labba upp og niður stigana í morgunmat því lyftan hafði skemmst í úrhellinu! Nei, nú er komin frétt um það að rúmenar, af öllum þjóðum, eru farnir að vara sitt fólk við því að ferðast yfir til Búlgaríu. Samt halda Apollo og Terra Nova ferðum sínum til landsins með íslenskt ferðafólk, beint í gin ljónsins. Er þessu fólki sjálfrátt! Þið sem hafið pantað ferð til Búlgaríu, ég ráðlegg ykkur að afpanta hið snarasta og fara til einhvers öruggara lands. Hér er fréttin: "Romania's Foreign Ministry Warns Against Trips to BulgariaPolitics: 7 July 2006, Friday.Romania's Foreign Ministry has coupled Bulgaria with Iran as potentially dangerous destinations that require travellers to be on high alert. There have been registered in Bulgaria cases of armed attacks, thefts, pick pocketing, the ministry argues.It recommends Romanian nationals to keep their money and valuables in safe places and equip their cars with alarm systems during the stay in Bulgaria."
Blúshátíðin í ólafsfirði 6-8 júlí. Aðalkvöldið: Laugardagur

Dagskráin fyrir fimmtudag!Fimmtudagskvöldið verður undirlagt undir hlátur og gleði, og verður sannkallað skemmtikvöld í Tjarnarborg.Dagskrá:Hundur í óskilumTúpílakarHvanndalsbræðurKynnir: Júlli Júll Miðaverð kr. 2.000.- Forsala miða í Sparisjóði ÓlafsfjarðarBlúsarar taka lagið í Sparisjóði Ólafsfjarðar kl. 15:00Föstudagur 7.7. Tjarnarborg kl. 21.00Landsliðið :The Legends blues band:Andrea Gylfadóttir söngurGuðmundur Pétursson gítarBjörgvin Gíslason gítarHalldór Bragason gítar, söngurSigurður Sigurðsson munnharpa söngur Davíð Þór Jónsson hammond orgel Birgir Baldursson trommur Róbert Þórhallsson bassiVeröndin: Björgvin Gíslason Guðmundur PéturssonHalldór Bragason Sigurður SigurðssonBlúsflytjandi ársins, úrslit í samvinnu heimamanna og Rásar 2 Laugardagur 8.7. Tónleikar í kirkjunni kl. 16 30Zora Young & Andrea GylfadóttirDavíð Þór Jónsson, PíanóTjarnarborg kl. 21.00Tröllaskagahraðlestin:Magnús G Ólafsson, gítarGunnlaugur Helgason, bassi og söngurThiago Trinsi, gítarTrausti Ingólfsson, TrommurStefán Þórsson, HljómboGísli Hvanndal Idol söngurLísebet Hauksdóttir ( Idol ) söngurZora Young and the Blue Ice Band: Guðmundur PéturssonHalldór BragasonDavíð Þór JónssonBirgir Baldursson Róbert ÞórhallssonBall í Tjarnarborg eftir tónleika:Eurobandið Friðrik Ómar: SöngurRegína Ósk: SöngurRóbert Þórhallsson: BassiBenedikt Brynleifsson: TrommurÞórir Úlfarsson: PíanóKristján Grétarsson: GítarUppákomur í bænum laugardag:ÚtimarkaðurTónlist á sviðinu við Tjarnarborggrill og margt fleira!Fyrir krakkana:Vatnsrennibrautin á stökkpallinumKlifurkastaligeimsnerill
OKTÓBERFEST Í HAUST?

Veit að margir sem unna þýzkri menningu saknaþess að geta ekki upplifað sanna Októberfest-stemmingu í haust hérlendis.Veit um stað (Hótel) ca 4 klst akstur fráReykjavík í vesturátt sem opið er fyrir slíku. Þetta yrði góður helgarpakki í október. Þýzk-októberfest-stemming fram undirmorgun, með alles-tilheyrandi. Þetta er baratal í dag, en gaman væri að fá að heyra viðbrögðin. Já og tillögur. Lát í ykkurheyra!
matarverð á Íslandi

Alveg er það makalaust að lækka verð á ruslfæði. Væri ekki nær að hækka ruslfæði,gos, sígarettur og áfengi upp í þær hæðir að draga mundi verulega úr neyslu þessarra aldeilis ónauðsynlegu " matar og drykkjarfanga". Kjúklingar, allt grænmeti, ávextir,fiskur, magurt kjöt og annar hollustu matur ætti að vera á viðráðanlegu verði og þá mundi innlögnum á spítalana fækka og fólkið í landinu hefði meiri orku til að halda út í neyslusamfélaginu. Það mundi svo margt breytast í lífi fólks ef neyslustýringin yrði hollustufæðinu í vil. Er þetta annars eitthvað flókið?'
Til Hamingju Dabbi Kóngur og Dóri Kvótakóngur

Gaman væri að vita hvort Þessir Herramenn séu farnir að efast eitthvað um sínar einhliða ákvarðanir Varandi íraksstríðið.(vil taka það SKÝRT fram að auðvitað er ég ekki að segja að Þessir ágætu herramenn myndu styðja nokkuð líkt því sem stendur hér að neðan)En stuðnings yfirlýsinginn við Þetta Stríð var engu síður sett fram og verður ekki afturtekin.Miðað við fyrri afrek Olíu þyrstu alheimslögreglunar USA í sínu stríðsbrölti þá var það bara spurning hvenær en ekki hvort svona hlutir myndu koma upp á yfirborðið - og því miður held ég að þetta sé bara Byrjunin.En svona er þetta bara, Þegar menn hafa setið of lengi við völd og telja sig geta tekið einir mikilvægar ákvarðanir sem geta snert ala þjóðina um ókominn ár.Kannski að Björn stríðsmálaráðherra gæti sofið aðeins betur ef flokksfélagi hans hefði ekki sett Ísland á Haturskort Ögfafullra andspyrnumanna um allan heim. PS: Verð nú að líklegast að fara fá mér falsaða IP tölu svo að ég verði tekin í Rass***** af leyniþjónustu Íslands. Tekið af rúv.is 4 júlí 2006Írak: Bandarískur hermaður ákærður fyrir nauðgun og morðBandarískur hermaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga 15 ára stúlku í Írak og myrða síðan hana og fjölskyldu hennar. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ásamt þremur öðrum bandarískum hermönnum ráðist inn á heimili í Mahmudiya, sunnan við Bagdad, í mars í vor. Þar skaut hann karl og konu og ungt barn. Þá nauðgaði hann 15 ára stúlku og skaut hana síðan. Hermennirnir kveiktu síðan í líkunum til þess að fela verksummerki. Málið er eitt af mörgum sem eru í rannsókn. Fjórir hermenn hafa verið ákærðir fyrir að myrða þrjá Íraka sem þeir höfðu tekið til fanga í Salaheddin héraði í maí. Sjö hermenn eru ákærðir fyrir að myrða óbreyttan borgara í Hemdaniya í apríl og bandarískur herflokkur er grunaður um morð á 24 Írökum í Haditha í nóvember
pólverjar á tjaldstæðinu..

ef íslendingar eða aðrir útlendingar myndu fara til evrópu, tjalda á tjaldstæði og byrja að vinna kæmi það ekki í fréttum við erum ekki bannapíur fyrir útlendingana það er samt soldið glatað að bjóða upp á herbergi fyrir 90 þus en þeir voru nokkrir saman alveg til ibuð fyrir minna.. maður á ekki að fara til annara landa ef maður getur ekki séð fyrir sér sjálfur....
Flugleiðir , týndar töskur og Hannes Smárason

Í blaðinu í dag skrifa Bjarni Harðarson um raunir sínar er Flugleiðir týndu fyrir honum ferðatösku og biður hann Hannes Smárason að borga sér útlagðan kostnað fyrir allt vesenið.Bravó segi ég bara. Það er alveg með ólíkindum hvernir Flugleiðir svara fólki ef eitthvað fer úrskeiðis. Viss um að hvert einasta mannsbarn á Íslandi veit um einhver slík tilfelli. Skætingur, ábyrgðarleysi og ekki síst þjónustuleysi er að drepa þetta fyrirtæki. Svo ekki sé nú talað um metnaðarleysið- það er algert!Elsku Bjarni - viltu leyfa okkur að fylgjast með framvindu mála, annað hvort hér á umræðunni eða skrifa meir í Blaðið.Gangi þér vel minn kæri og láttu þá heyra það og EKKI gefast upp - böggaðu þá þar til einhver finnur hjá sér metnað til að taka með siðuðum hætti á málinu.Óska hér með eftir að fólk lýsi yfir stuðning við báráttu þína
Landhelgisgæslan Til Keflavíkurflugvallar !

Gæslan: Fyrirheit um flutning blásin afHugmyndir um flutning Landhelgisgæslunnar til Keflavíkur hafa verið blásnar af samkvæmt skýrslu um tillögur að framtíðarskipulagi þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Er þetta andstöðu við þau orð sem Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, létu hafa eftir sér í vor.Björn hefur kynnt skýrsluna fyrir ríkisstjórn og í henni er mælt með að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar verði staðsettar í Reykjavík.Umræðan um flutning á starfsemi Gæslunnar, að hluta eða í heild, komst í hámæli í vor þegar ljóst var að Varnarliðið ætlaði að hætta umsvifum á Keflavíkurflugvelli og hverfa af landi brott. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga var haft eftir Birni Bjarnasyni í fjölmiðlum að hann og Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, væru sammála um að flugstarfsemi Gæslunnar ætti að flytjast til Keflavíkur.Halldór Ásgrímsson sagði um sama leyti á borgarafundi í Stapa að það lægi í augum uppi að starfsemi Landhelgisgæslunnar yrði að flytjast til Keflavíkur, að minnsta kosti að hluta., þar sem núverandi aðstaða Gæslunnar væri ekki nógu góð.Í áðurnefndri skýrslu er mælt er með að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar verði staðsettar í Reykjavík. Hagkvæmnis- og öryggissjónarmið krefjist þess að sveitin hafi bækistöð á einum stað og að hún sé í tengslum við höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands, segir í skýrslunni. Hugmyndir um flutning sveitarinnar til Keflavíkur virðast því hafa verið blásnar afef rétt er haft eftir, sem ég tel ekki vera í þessu tilviki.En eitt er ljóst að, það er allt til staðar á Keflavíkurflugvelli eftir að kaninn fer af landi brott.Það sem við Íslendingar þurfum að gera er að ganga í gegnum nablaskoðun á sóun á fé skattborgarana og gera þingheimi og ráðherrum grein fyrir því að bruðlið hjá þeim í privat fyrirgreiðslu er ekki einkamál þeirra, og þeir geti bara farið með fé skattborgara að eyginn vil, án þess að spyrj kón eða prest.Eitt verður að liggja alveg ljóst fyrir ,það er annað hvort fer kaninn alveg með sitt hafurtask eða að við Íslendingar þurfum að taka skrefið og segja upp Varnarsamningnum.



