Hjartalæknar í stríði við Tryggingastofnun

Um daginn ákvað ég að panta tíma hjá hjartalækni. Ekkert mál var sagt við mig, komndu bara þennan dag klukkan þetta, og ég mætti stundvíslega. Þá fyrst var mér sagt að vegna deilna milli hjartalækna og Tryggingast yrði ég að greiða allt sjálfur, (rúmar 6000 kr) nema ég kæmi með tilvísun frá heimilislækni, þá tæki Tryggingast einhvern þátt í kostnaði. Nú háttar þannig til hjá mér, að minn gamli heimilislæknir dó drottni sínum fyrir nokkru, og hefur mér ekki tekist að verða mér úti um annan enn sem komið er. En hvað er í gangi?, halda þeir hjá Tryggingast að ef ég fer á eigin vegum til hjartalæknis, þá sé ég bara að fara að gamni mínu,, já eða bara til að hafa eitthvað fyrir stafni. Er ekki eitthvað bogið við svona kerfi, eða hvað?,,,,

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home