Góða veðrið

Mér finnst fréttaflutningur af veðri hafa verið frekar undarlegur í sumar. Það vill svo til að það eru mörg ár síðan annað eins blíðvirði hefur verið á austurlandi einsog er búið að vera í ár. Ég held reyndar að það hafi bara aldrei verið jafn æðisleg gott. Það hefur ringt tvisvar og það er næstum alltaf sól. Þetta er hreint út sagt ótrúlegt. Reykvíkingar eru eðlilega öfundsjúkir yfir þessu en mér finnst óþarfi að láta þeirra ólund og öfund hafa þau áhrif að fréttaflutningur á öllum rásum sýni frammá það. Meiraðsegja vinir manns eru með ólund þegar maður reynir að segja þeim frá lífi sínu, bara því að hjá mér er sól og hjá þeim er rigning. Svo kemur smá sól hjá þeim og þá fer allur heimurinn að snúast um það. Þetta er sorglegt! Kannski fengjuð þið vott af þessu góða veðri til ykkar ef þið gætuð samglaðst þeim sem hafa fengið að njóta sólar í sumar? Mér finnst samt mest aumkunarvert að fréttafólk læri aldrei, það er hægt að segja frá hitabylgju í Danmörku og ræða um leið um það hversu mikil þoka og kuldi er á Íslandi, en því miður, það er bara rugl. Á mínu íslandi er veðrið stórkostlegt, þið sem eruð í reykjavík viljið bara ekki heyra um það, en afhverju skiptir veðrið í danmörku þá máli?það er svo gott veður hérna fyrir austan að það er engu líkt og ég er farin út í sólbað ;)

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home