Thursday, July 20, 2006

Landhelgisgæslan Til Keflavíkurflugvallar !


Gæslan: Fyrirheit um flutning blásin afHugmyndir um flutning Landhelgisgæslunnar til Keflavíkur hafa verið blásnar af samkvæmt skýrslu um tillögur að framtíðarskipulagi þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Er þetta andstöðu við þau orð sem Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, létu hafa eftir sér í vor.Björn hefur kynnt skýrsluna fyrir ríkisstjórn og í henni er mælt með að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar verði staðsettar í Reykjavík.Umræðan um flutning á starfsemi Gæslunnar, að hluta eða í heild, komst í hámæli í vor þegar ljóst var að Varnarliðið ætlaði að hætta umsvifum á Keflavíkurflugvelli og hverfa af landi brott. Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga var haft eftir Birni Bjarnasyni í fjölmiðlum að hann og Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, væru sammála um að flugstarfsemi Gæslunnar ætti að flytjast til Keflavíkur.Halldór Ásgrímsson sagði um sama leyti á borgarafundi í Stapa að það lægi í augum uppi að starfsemi Landhelgisgæslunnar yrði að flytjast til Keflavíkur, að minnsta kosti að hluta., þar sem núverandi aðstaða Gæslunnar væri ekki nógu góð.Í áðurnefndri skýrslu er mælt er með að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar verði staðsettar í Reykjavík. Hagkvæmnis- og öryggissjónarmið krefjist þess að sveitin hafi bækistöð á einum stað og að hún sé í tengslum við höfuðstöðvar Landhelgisgæslu Íslands, segir í skýrslunni. Hugmyndir um flutning sveitarinnar til Keflavíkur virðast því hafa verið blásnar afef rétt er haft eftir, sem ég tel ekki vera í þessu tilviki.En eitt er ljóst að, það er allt til staðar á Keflavíkurflugvelli eftir að kaninn fer af landi brott.Það sem við Íslendingar þurfum að gera er að ganga í gegnum nablaskoðun á sóun á fé skattborgarana og gera þingheimi og ráðherrum grein fyrir því að bruðlið hjá þeim í privat fyrirgreiðslu er ekki einkamál þeirra, og þeir geti bara farið með fé skattborgara að eyginn vil, án þess að spyrj kón eða prest.Eitt verður að liggja alveg ljóst fyrir ,það er annað hvort fer kaninn alveg með sitt hafurtask eða að við Íslendingar þurfum að taka skrefið og segja upp Varnarsamningnum.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home