Iceland Express er bara djók

Þetta flugfélag sem kallar sig Iceland Express eða eitthvað álíka siglir undir fölsku flaggi. Af einhverjum undarlegum ástæðum er það kallað "lággjaldaflugfélag"! Hlægilegt. Ef farið er inn á síðu þess, þá er alveg ómögulegt að finna einhverja ferð sem er ódýr, sama hvar er leitað. Nýlega flaug ég milli Íslands og Englands, og það var ekki erfitt að finna miklu ódýrari kosti með Icelandair, og auðvitað valdi ég hann. Iceland Express hefur líka verið að lofa nýjum áfangastöðum, t.d. til/frá Bergen í Noregi, en svo hætt við án þess að gefa neina ástæðu upp, fólki á fyrrnefndu svæði til gremju. Ef einhver getur bent mér á ódýra ferð með flugfélaginu, þá getur vel verið að ég splæsi ferðinni á viðkomandi. En það er víst lítil hætta á því:)

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home