Ljótur arkitektúr í nýjum hverfum

Alveg er það makalaust hvað íslenskir arkitektar eru einsleitir og - afsakið - geldir. Fór í bíltúr um helgina í öll helstu nýju hverfi borgarinnar og nágrenni og allstaðar eru húsin eins; blokkir, raðhús og einbýli. Kassar með flöt þök (hélt nú að við hefðum ákaflega slæma reynslu af þeim).Þetta er eins einsleitt og náttúrulaust og hægt er. Steingelt og ópersónulegt og vantar alla frumlega hugsun. Við vorum 4 í bílnum á aldrinum 15 til 40 og ekkert okkar gæti hugsað sér að búa í svona "Sovétríkja húsum". Finnst að það ætti að fara að stöðva þennan stíl, það er komið nóg.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home