Hvað er stríð fyrir okkur

Stríð ætti að hafa áhrif á allaHvað þýðir stríð fyrir Íslendinga? Nánast ekkert, við vitum varla hvað það er. Þegar við lesum um stríð í blöðum og sjáum myndir í fréttunum þá er svo venjulegt að sjá þetta og í gegnum tíðina hefur alltaf verið sýnt frá stríði í fréttunum að þetta snertir okkur nánast ekkert.Stríð verður alltaf, síðan ég man eftir mér man ég eftir fréttum í blöðum, útvarpi og sjónvarpi frá stríðsátökum í einhverju fjarlægu landi, maður hugsar voðalega lítið út í þetta, en afhverju? Það er erfitt að svara kannski út af því að við þekkjum þetta ekki af eigin raun. Ég fór mikið að hugsa um þetta allt þegar ég sá myndina í Fréttablaðinu á mánudaginn, í gær semsagt.Þar er mynd af tveimur mönnum vera að fylgjast með leiðtoga Hizbollah, flytja ræðu. Og fyrir utan sést merki þess að saklaust fólk hefur látið lífið. Ímyndið ykkur þegar þið horfið út um gluggan að þið sjáið brennandi hús, sært fólk, grátandi og sorgmætt yfir að hafa misst einhvern náinn allt þetta út af deilum háttsettra í landinu, þeir sem hafa völd.En það er líka svo oft sem við sjáum bara eina hlið að stríði, frá hlið Bandaríkjanna

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home