Lítil Sönn Saga sem getur bjargað mannslífum
Aðfaranótt 20. júlí síðastliðinn lenti 4. manna fjölskylda í þvi í Reykjanesbæ að eldur kviknaði í húsinu hjá þeim, Um var að ræða 3 hæða hús þar sem þau voru á efstu hæðinni og fyrir neðan voru feðgar, sonurnn á neðri hæðinni sofnar út frá kerti en vaknar við það að honum er farið að hitna óþægilega um fæturnar. Hann hleypur fram í eldhús og reynir að slökkva eldinn með vatni og í þvi fer reykskynjari í gang og vekur föður hans sem brá óneitanlega þar sem íbúðin var að fyllast af eldi og reyk, þeir náðu að hringja í 112 , sjá að þeir muni ekki ráða við eldinn og forða sér út.Íbúðin á miðhæðinni og á efstu hæðinni þar sem 4. manna fjölskyldan er hafa sama inngang í húsið, faðirinn á miðhæðinni vissi af fjölskyldunni sofandi uppi og sparkaði og barði eins og hann gat í hurðina sem lokaði íbúðina frá ganginum til þess að reyna að vekja fólkið þar, það tókst honum og þegar hann vissi að fjölskyldan var vöknuð flýði hann út undan reyknum og eldinum.Faðirinn á efstu hæðinni tók eldri son sinn sem var 3 og hálfs árs í fangið og móðirin tók þann yngri sem var hálfs árs, það eru nákvæmlega upp á dag 3 ár á milli bræðranna, þau hlupu af stað og ætluðu að koma sér út en þegar í stigann kom á leiðinni út úr íbúðinni mætti þeim eldhaf og svart reykjarkóf, það var eins og fá þungt högg í andlitið, faðirinn öskraði á móðirina sem fyrir aftan hann snúum við, inní hjónaherbergi strax, og þar lokuðu þau sig inni og settu sængur fyrir þau göt á hurðinni sem reykurinn kom inn um til þess að minnka hættuna á köfnun vegna reyksins en hann veldur dauða flesta í svona aðstæðum.Það vildi svo til að vegna stíflu í niðurfalli hafði lekið vatn ofan í rafmagnstöfluna 3 vikum áður og orðið til þess að það kviknaði í lekaliðanum, það var þó ekki meira en það að aðeins lekaliðinn eyðilagðist við það, en það atvik varð til þess að heimilisfaðirinn á efstu hæðinni hugsaði vel út í það hvað hann myndi gera ef eldur kæmu upp stigann sem er eina leiðin út úr íbúðinni fyrir utan gluggana.Þetta augnablik sem heimilisfaðirinn gaf sér til að hugsa um þetta varð til þess að fjölskyldan brást rétt við og slapp lifandi út út þessum eldsvoða.Reykurinn í herberginu var þrátt fyrir sængurnar orðinn óbærilegur og að standa þarna varnarlaus með aleiguna, fjölskylduna sína,.konuna og börnin og vita ekki hvort þau kæmust lifandi út var lengsta stund í ævi þessarar fjölskyldu, eftir dágóða stund kom slökkviliðsmaður upp stiga og braut gluggann á herberginu með öxi, heimilis faðirinn hafði reynt að nota ryksugu til þess að brjóta gluggann án árangurs, hann síðan hjálpaði þeim öllum út, fyrst minnsta barninu, síðan eldri stráknum, þar næst konunni og síðast fór faðirinn. Fjölskyldan var vel tryggð að minnsta kosti taldi hún sig vera það, aðeins um 3. mánuðum áður eða 15. maí þetta ár hafði tryggingaráðgjafi hjá Vátryggingafélaginu verið hjá þeim og sett upp fyrir þau tryggingapakka sem átti að vera sá besti fyrir þeirra aðstæður.Þegar rætt var við tryggingafélagið VÍS eftir brunann var þeim gefinn kostur á því að lagfæra íbúðina sína sjálf, íbúð sem þau höfðu keypt í apríl og var þeirra fyrsta í eigu fjölskyldunnar, ákváðu þau að gera það. Tjónaskoðunarmaðurinn gaf þeim munnlega upp hvað skildi laga og var farið af stað með að laga það, íbúðin skemmdist aðallega af völdum reyks og sóts.Fyrirmælum tjónaskoðunarmanns var fylgt í einu og öllu í viðgerðunum, og það sem aukalega var gert var sérstaklega haldið utan um, bæði kostnað og vinnustundir.Vinna við uppbyggingu tók frá 20. júlí og lauk 10.október 1581 klst fór í verkið 2-3 menn allan tímann og af þessu stundum voru 1240 stundir sem snéru beint að tjóninu. Ágreiningur kom upp á milli eigenda og VÍS þar sem VÍS fannst kostnaðurinn við enduruppbygginguna of hár, þrátt fyrir það að vera algjörlega eftir fyrirmælum tjónaskoðunarmanns, sem lét fjölskyldunni ekki í té skriflegar upplýsingar um tjónsmat og það hvað hann hafði metið ónýtt fyrr en 10. október daginn sem viðgerðum lauk.Eftir situr fjölskyldan með milljóna tap og skuldir vegna þessa atburðar þrátt fyrir það að vera með bestu trygginar sem VÍS á að hafa boðið þeim uppá, Brunabótatryggingin ásamt viðbótartryggingu sem þau hafa hjá VÍS tryggir þau fyrir rúmlega 11.5 milljónir, tjónskostnaður var metinn af Tæknifræðingi á 6.3 milljónir miðað við þær forsendur sem VÍS gaf fjölskyldunni. Tryggingafélagið greiddi 2.173.423 kr mismunurinn rúmar 4 milljónir.Hvernig veit ég þessa sögu, einfaldlega vegna þess að ég er fjölskyldufaðirinn á 3 hæðinni sem stóð í reykjarkófi með börnin mín og unnustu og var viss um að nú væri okkar síðast stund að renna upp.Hefur þetta atvik og þessi lúalegu vinnubrögð tryggingafélagsins haft ahrif á fjölskylduna, já svo sannarlega, það góða er að ég hef gert mér grein fyrir þvi hvað er mikilvægast í mínu lífi, það slæma er að hef ég misst svo mikla stjórn á skapi mínu að ég hef hvort tveggja kallað trygginga mennina sem ég hef átt samskipti við illum nöfnum sem ég vil ekki endurtaka, og einnig orðið það verulega reiður að ég hef lagt hendur á einn þeirra.Kæri lesandi mig langar bara að lokum að byðja þig afsökunar á þvi að ég skuli senda þér þetta bréf óumbeðið, en ég varð að koma sögu minni á framfæri, mundu bara að hafa plan um það hvernig þú ætlar að bregðast við ef það kviknaði í hjá þér, já ég veit, ég hélt líka að það myndi ekki gerast hjá mér en það að hafa gert áætlun getur einfaldlega skilið á milli lífs og dauða, jólin eru framundan og þvi meira um kerti og rafmagn en venjulega.Ég mæli með þvi að þú eigir slökkvitæki, brunateppi og hafir reykskynjara í öllum herbergjum. Hamar eða öxi til að brjóta gler ef þarf gæti verið gott að hafa í náttborðinu ( passaðu þig bara á að gera það ekki fyrr en þú hefur hulið þær rifur sem reykurinn kemst inn um þvi eldurinn leitar í súrefnið og getur magnast ef súrefnis flæði eykst ), hafðu líka breitt límband í náttborðinu til þess að líma yfir rifur til að minnka reykinn ef eldur kemur upp og hluti af áætlun þinni felst í því að forða þér inn í eitthvað ákveðið herbergi.. Ef þú hefur svalir eða fleiri en eina útgönguleið byggðu þá áætlunina í kringum það.Að lokum, ef þú tryggir hjá VÍS forðaðu þér, Ef þú þekkir einhvern sem tryggir hjá VÍS bjargaðu honum, farðu með hann eitthvað annað.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home