Saturday, November 25, 2006

Að reiðast illskunni.


Hver hefur ekki reiðst og slegið frá sér í illskukasti? Kastað hlutum á eftir fólki. Farið upp á sitt hæsta tempó fyrir nánast ekki neitt. Hótað öllu illu og bölvað og hrópað svo hátt að allir nálægir heyra öskrin og hrópin. Stjórnlaus reiði sem er til alls vís. Það má líkja reiði við ofsaveður sem geisar yfir landsvæðin og rífur upp stór tré og feykir húsum um koll. Svo mikil getur reiðin verið, að eitthvað lætur undan illskunni. Það versta sem getur skeð, er þegar líf fellur undan reyði illskunnar. Ungt fólk í blóma lífsins lætur lífið fyrir æðiskasti, einhvern ókunnugs manns eða konu. Annars lagið heyrum við í fréttum. Ungur maður/kona gekk berseggs gang og.......... varð einum að bana. Hvað er á ferðinni hér? Stjórnlaus hemja sem á sér engin landamæri. Dómstóll fólksins rís upp og vill dæma manninn/konuna til eilífðar refsingar. Hvað býr hér að baki? Brjálæður einstaklingur sem ekki hefur fengið hjálp vegna sjúkdóms síns. Geðveiki kannski http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5476 Það er nú þannig með marga. Að við álítum að það sé allt í góðu, með mig/þig. Það er ekkert sem hrjáir mig/þig. Svo hvers vegna ætti ég/þú að vera að sækjast eftir sálfræðilegri aðstoð, eða er eitthvað í ólagi með mitt/þitt höfuð. Aldeilis ekki. Það hrjáir mig/þig ekkert, og engin ástæða til að leitast eftir ráðgjöf fagfólks. Hvað með að hafa “geðorðin tíu” í huga. http://www.landlaeknir.is/template1.asp?PageID=889Nokkuð góð og vel gerð boðorð hér á ferðinni frá landlækni. Það er til lítil og góð dæmisaga úr Biblíunni um reiðina. Jakob 3 4-84Sjá einnig skipin, svo stór sem þau eru og rekin af hörðum vindum. Þeim verður stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill. 5Þannig er einnig tungan lítill limur, en lætur mikið yfir sér. Sjá hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi. 6Tungan er líka eldur. Tungan er ranglætisheimur meðal lima vorra. Hún flekkar allan líkamann og kveikir í hjóli tilverunnar, en er sjálf tendruð af helvíti. 7Allar tegundir dýra og fugla, skriðkvikindi og sjávardýr má temja og hafa mennirnir tamið, 8en tunguna getur enginn maður tamið, þessa óhemju, sem er full af banvænu eitri.Þessi litla dæmisaga segir í raun mikið meira en 1000 orð, og lýsir hvað reiðin getur verið hamlaus og ógnvekjandi. En það sem gildir auðvitað, er. Hvort fólk getur haft stjórn á skapi sínu, á örlagastundum. Og virðist það nú vera mörgum æði erfitt verk. Það er sem, að okkur sé eðlilegra að svara fyrir okkur í hörku og jafnvel að svara með hnefanum, ef út í það fer. Mér hefur komið í hug, hvort það sé nokkur grundvöllur að sækja einhverskonar hjálp við skapgerð sinni. Svosem í skapgerðarnámskeiði. Ef einhver veit um svoleiðis námskeið, svo endilega linkið það við umræðuna, eða einhver sonar önnur námskeið sem gætu orðið til mann bætandi árangurs. Það er um að gera að koma á málefnalegri umræðu um efni sem snertir okkur öll. Öll höfum við brennt okkur á reiðinni. Þó misjafnlega mikið.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home