Saturday, November 25, 2006

Loftslagsbreytingar, ógn gagnvart jörðu????


Loftslagsbreytingar, ógn gagnvart jörðu????Jöklar bráðna, norður og suður póllin á hraðri leið með að bráðna. Heimshöfin stíga og fleiri vötn flæða yfir bakka sína. ‘Arið 2000 voru 400.000 þúsund fólk frá Mozambique rifin upp frá heimilum sínum vegna mikilla flóða. Svona fréttir koma til að heyrast meira í framtíðinni. Hitinn mun stíga um 2-3 gr, næstu 50 árin. Ógn vekjandi þurrkar um jörðina, uppskerur munu bresta, og fólk mun flýja stór landsvæði. Það verður ekki búandi á sumum svæðum á jörðinni vegna geislunar frá sól. Einstök svæði munu leggjast í auðn. Fólk mun flýja frá öðrum löndum, til annarra landa í milljóna tali. Það verða miklar rigningar yfir vetramánuðina á norður og suður hveli jarðar yfir vetratímann, en stingandi hiti yfir sumarmánuðina. Það stendur hræðileg ógn gagnavart móður jörð, við dyrnar. Og ekki nóg með það, fleiri dýrategundir munu líða undir lok. Dýrin standa varnarlaus gagnvart þessari ógn. Það liggur við að jörðin sé að brenna. Fólk stendur varnarlaust gagnvart þessari ógn. Hvað er til ráða? Okkar fullkomna klóakk sístum, á eftir að flæða yfir um sig, vegna aukinnar rigningar og flóða. kjallarar munu fyllast upp af vatni. Öll þessi ógn á eftir að verða okkur dýrt. Það er talað um fleiri hundruð mega milljarða á heims plan. Jafnvel stendur ný alheims kreppa við dyrnar, ef að ekkert verður aðgert í tíma. Hvað getum við gert í dag? Til að fyrirbyggja þessa hræðilegu ógn? Sumir tala um að við verðum að skipta út hreinsiefnum. Útblástur stóriðjuvera verður að breytast til umhverfisvænna framleiðslu. Þarna er verið að tala um stóriðjuver í mörgum asíulöndum td í Kína, Indland og Pakistan. Svo eitthvað sé nefnt. Okkar kynslóð verður að taka á skarið, áður enn það verður um seinan. Hvað er til ráða, ræður heimurinn við þessa ógn? Eða verður þetta svona, sem það er lýst að ofan?Heimurinn mun brenna vegna aukinnar geislunar frá sólu. Milljónir manna og dýra munu farast af völdum hita geislunar. Það bendir allt til svo að þetta verði svona. Það verður erfitt að kenna fólki að breyta venjum sínum.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home