Dixie Chicks

Ég tek fram að kántrý-músík bandarísku bluegrass hljómsveitarinnar Dixie Chicks er ekki mitt uppáhald. Ég er meira fyrir rokkið.Aftur á móti er forvitnilegt að fylgjast með því hvernig bandaríski markaðurinn hefur afgreitt DC. Einhversstaðar hefur verið fundið út að yfir 90% unnenda kántrý-músíkur í Bandaríkjunum séu republikanar. Það kom því á óvart eftir að Bush var "svindlað" inn í forsetaembættið á sínum tíma að stelpurnar í DC báðu Englendinga afsökunar á að koma frá Texas, heimaríki Bush. Áður höfðu DC rakað að sér Grammy verðlaunum og seldu plötur í bílförmum í Bandaríkjunum. Viðbrögðin þar á bæ voru þau að yfir 3000 bandarískar útvarpsstöðvar settu DC á svartan lista (hættu að spila músík DC), fjöldi plötubúða tók plötur DC úr sölurekkum sínum. Sums staðar var staðið fyrir formlegum brennum á plötum DC.Fremur hljótt varð eðlilega um DC í Bandaríkjunum næstu ár. Þær stelpur hafa þó komið fram á hljómleikum. Í suðurríkjunum varð að aflýsa fjölda hljómleika vegna dræmrar miðasölu. Stelpurnar kenna réttilega um dómgreindarleysi umboðsskrifstofu sinnar að meta dæmið sem svo að þær eigi ennþá möguleika í biblíubeltinu.Þær stelpur eru þó ekki af baki dottnar. Á nýjustu plötu sinni rífa þær stólpa kjaft. Taka mótlætið með uppreisnarhug. Eru orðnar pólitískir róttæklingar. Neita að lúffa fyrir svarta listanum og telja enn nauðsynlegar en áður að gagnrýna Bush og félaga.Á dögunum kom á markað heimildarmynd um DC. Ég hef ekki nennt að kynna mér hana vegna takmarkaðs áhuga á músík DC. Hitt vekur mér meiri athygli að sjónvarpsstöðin NBC droppaði öllum auglýsingum um myndina. Neitar að auglýsa það.Þetta vekur upp spurningar um lýðræði, frjálsa fj0lmiðun o.s.frv. Þó ég sé ekki upptekinn af músík DC þá eru þær stelpur rosalega góðir hljóðfæraleikarar. Höfðu m.a. sigrað í einhverjum keppnum um, ja, man ekki hvort það var fiðluleikur eða gítaleikur. Og þó að það sé ekki minn tebolli þá gera þær góðar bluegrass-plötur.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home