Saturday, November 25, 2006

Styðjum Færeyinga inn í 21. öldina


Væntanlega hafið þið heyrt af því að ungur færeyskur gítarsnillingur, Rasmus Rasmussen, var um daginn laminn í köku af nokkrum mönnum í heimabæ sínum, Þórshöfn í Færeyjum. Ástæðan var sú ein að Rasmus er samkynhneigður.Samkvæmt færeyskum lögum er refsilaust að ofsækja samkynhneigða. Síðar í þessum mánuði verður atkvæðagreiðsla í færeyska lögþinginu varðandi frumvarp til laga um að óheimilt sé að ofsækja samkynhneigða. Um það bil helmingur þingmanna telur ástæðulaust að vernda samkynhneigða með lögum vegna þess að í mörg þúsund ára gömlum þjóðsögum gyðinga (Gamla testamentinu) er samkynhneigð fordæmd.Eins og Færeyingar almennt eru elskulegt fólk þá eru alltof margir þeirra bókstafstrúarmenn. Einskonar talibanar varðandi eitt og annað.Ég hvet innherja til að hjálpa Færeyingum inn í 21. öldina með því að undirrita meðfylgjandi áskorun:http://www.act-against-homophobia.underskrifter.dk/

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home