Saturday, December 09, 2006

Jésú og jólalögin


Nú er sá tími að ganga í garð, að langflestar útvarpsstöðvar dæla yfir landann jólalögum og þess á milli jólaauglýsingum .En í þessum jólalögum, er endalaust lepjað á jólasveinum, jólasnjó, jólaskapi, og jólatrjám .Litlir og friðsamir krakkar eru oft í aðalhlutverki í þessum lögum, og að endingu svífur hlustandinn inní jólavímu, með ilm af piparkökum og furunálailmi í vitum sér .En hvað er orðið að Jésú og hans frábæra boðskap ? Hefur þjóðin skipt honum út fyrir jólasteik og pakka ? Það er ekki nóg með að hann sé svo gott sem horfin úr jólalögonum, heldur vilja menn ryðja honum úr skólum líka .Hvernig verða fermingarnar innan skamms ? Verður sagt við börnin : Vilt þú leitast við að finna eitthvað sem getur hjálpað sálu þinni, svo hún glatist ekki ?

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home