Wednesday, November 08, 2006

Hnattvæðing og siðfræði


Smá tilvitnun í "Aftann.org" Tilvitnun hefst: Allt á að vera rekið með “hagnaði” og gildir þá einu hvað þessi blessaður “hagnaður” kostar. Við göngum til dæmis, án þess að blikka auga, inní verslun sem selur virkilega ódýrar vörur af því það er skynsamlegt og við viljum jú ekki sólunda þeim veraldlega auði sem Guð hefur gefið okkur. Það er vanþakklæti að gera það. En við hugsum ekki útí það, að vörurnar í þessari verslun eru framleiddar í suð austur Asíu, þar sem býr fólk sem vegna fátæktar, vanþekkingar og lítilsvirðingar annarra, hefur selt börnin sín í þrældóm fyrir lítið. Stjórnendur þessara framleiðslufyrirtækja hafa komið og boðið þessum vesalingum lán. Lánið vilja þeir að fólk greiði með vinnuframlagi barnanna. Og börnin fara í verksmiðjuna til að vinna. Þau framleiða húsgögn sem eru slík að þau munu aldrei eignast annað eins. Þau framleiða föt eins og þau munu aldrei hafa möguleika á að eignast. Og blessuð börnin eru látin framleiða leikföng. Leikföng eru eitthvað sem öll börn vilja fá. En leikföng eru nokkuð sem þessi börn geta ekki einu sinni látið sig dreyma um. Þegar þessi börn hafa verið svelt nægilega mikið, þrælað nógu mikið út, vanvirt nóg og lítilsvirt, þannig að þau bókstaflega geta ekki meira, þá er þeim bara hent út á götu til þess að deyja. Lánið sem foreldrarnir fengu er ógreitt, vegna þess að börnin hafa jú fengið eitthvað smávegis að borða og það kostar miklu meira en vinnuframlag þeirra stendur fyrir. Og þetta er ástæðan fyrir því að við eigum þess kost að kaupa ódýra vöru. Og við gerum það. Við tökum með beinum hætti þátt í því að myrða fátæk börn í suð-austur Asíu! Tilvitnun lokið. Ég segi: Ef að við hættum að kaupa frá þessum aðilum, hvað verður þá um vesalingana, sem þó hafa tekjur af þvi að framleiða ? Svarið er einfalt, slæm umfjöllun í fjölmiðlum, verður aðeins til þess að "bad publicity" verksmiðjum er lokað, og ný þrælakista búin til annarsstaðar. Þetta hefur þær afleiðingar, að það litla hagkerfi sem hafði myndast utan um ákveðna framleiðslu, á ákveðnum stað hrynur, með hörmulegum afleiðingum. Hversu ömurlega sem það hljómar, þá er þetta ein af hinum kvalafullu afleiðingum hnattvæðingarinnar. Gleymum því ekki, að fjöldi starfa á Vesturlöndum, tapaðist við það að framleiðslan var flutt. Hvað eigum við þá að gera, vesturlandabúar, eigum við að senda þeim peninga beint ? Hversu oft hefur það ekki sýnt sig að slíkt býr til sinnuleysi þess sem ekkert þarf að gera annað en að vorkenna sjálfum sér. Við, almúginn, á vesturlöndum, gerum best í því að hjálpa almúganum í fátæku löndunum með því að kaupa framleiðsluna, og gera þannig stórfyrirtækin háða framleiðslugetunni, sem leiðir til þess að þegar að almúgi fátækari landanna heimtar hlut í arðinum, þá hafa fyrirtækin ekki efni á því að hafna kröfunni. Þeir gætu flutt til Kína, en það er ekki gott fyrir "Corporations" Kínverjar eru kommúnistar, og vísir til þess að gera kapítalistum ýmsa skráveifu. Ég veit ekki hvort fólk gerir sér grein fyrir því, að föt sem það keypti í Hagkaup, árið 1994, voru saumuð í þrælaverksmiðju í Víetnam. Einhverntímann á því tímabili (1990-1995) varð Víetnam ódýrast fyrir framleiðendur. Þrælasalan hefur viðgengist áratugum saman, þ.e. hræódýr framleiðsla dýrrar neysluvöru fyrir vesturlönd. (Hvaðan haldið þið að gríðarlegur auður stóru fyrirtækjanna/bankanna komi?) Það sem hefur breytt myndinni á undanförnum árum er Kína. En þar er líka allt kóperað samviskulaust. Lögreglustjóri í smáhéraði í Kína sagði eitt sinn, þegar hann var spurður, hvers vegna hann upprætti ekki falsverksmiðjur sem framleiddu merki eins og "Titleist" "GapGap" Rolex" "TagHeuer" "Armani" o.s.frv. : " Þið komið hingað, og fáið allt fyrir ekkert, látið ekki eins og við reynum ekki fá bita af kökunni." Nákvæmlega þannig. Náttúran sér um sína, eins og með útlendinga að vinna á Íslandi fyrir lægra kaup. Welcome to the real WORLD. Ef að við ætlum að vera með góða samvisku, þá verðum við að fórna megninu af okkar konunglegu lífsgæðum til þess að hinir íbúar veraldarinnar fái notið þolanlegra lífsgæða. En erum við "aðall jarðarinnar" tilbúin til þess" Hvað segið þið ? Ég efast um að þið séuð tilbúin í samkeppni á Kínverjaverðum. Ég bendi á annan átt í þessari umræðu, til mótvægis, en það er siðferði Kínverja/austurlanda, gagnvart kristnu siðferði. Sjá: http://www.vald.org/greinar/050922.htm

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home