Dýrt spaug fyrir okkur þetta hvalarugl ráðherra.

Hvað á að gera við hvalkjötið? Á að gefa það til sveltandi barna víða um heim? Japanar eru ekki tilbúnir né í stakk búnir til að kaupa meira kjöt en þeir veiða sjálfir í vísindaveiðum sínum. Japönsk stjórnvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að leyfa innflutning á hvalkjöti til landsins. Hvað eiga þeir að gera með það? Í eðli sínu er markaðurinn þannig úr garði gerður að hann leitar eftir vörum sem er framboð á. Ef ekkert eða lítið framboð er, þá einfaldlega "gleymir" markaðurinn vörunni og leitar að annari vöru. Hvalkjöt er ekki tvinnað inn í trúarbrögð né siðvenjur og þar af leiðandi gleymist það í tímanns rás. Ætli það séu margir núlifandi hér á landi sem leggðu sér til munns hvalrengi? Ég áætla að það verði frekar erfitt að koma því ofan í Pizzukynslóðina. Svo spurningin er: Hvers vegna hvalveiðar? Var þetta sparnaður hjá Sjávarútvegsráðherranum í prófkjörsslagnum að leyfa veiðar? Vestfirðingarnir eru jú einagraðir þarna vesturfrá og hafa lítið skynbragð á heimsmarkaðsmálum. Hvað gerir hvalveiði fyrir þegna þessa lands? Ekki mikil aukning í störfum í sjávarútvegi. Hvað er það þá sem við höfum upp úr þessu? Þetta minnir einna helst á lítið sjávarpláss úti á landi sem var á hungurmörkunum og yfirvöld sendu þeim kartöfluútsæði og girðingarefni.Þegar sendingin kom þá átu þeir útsæðið og brendu girðingastaurana. Látum það ekki henda okkur aftur. Stoppum hvalveiðar strax og byðjumst velvirðingar á þessum mistökum okkar.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home