Wednesday, November 08, 2006

Einn steinn gefið af sér annan stein?


Hvað er svona sérstakt við steina? Sumir hlaupa heimshornanna á milli til að safna steinum í sitt steinasafn. Aðrir fara bara að ströndinni og finna fína sjávarsteina. Svo eru sumir sem slípa upp steina, og selja svo vinnu sína út til hinna ýmsu steinasafnara. Auðvitað eru til margir fallegir steinar í allskonar stærðum og litum.En hvað varðar sjálfa steinanna, hvað dregur fólk að þeim. Hverskonar aðdráttarafl hvílir í steinum? En hafið þið nokkrum sinnum prófað að tala til steins, eða prufað að hlusta eftir hjartaslætti steinsins? Eða getur steinn gefið af sér annan stein?

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home