Wednesday, November 08, 2006

Útlendingaflóð.


Ég lýsi hér með eftir stjórnmálaflokki sem hefur þor og getu til að hefta flóð erlendra ríkisborgara til landsins. Ef ekki á illa að fara verðum við að grípa í taumana straks. Stjórnarflokkarnir eru varðhundar okurlánastofnana, (banka) tryggingafélaga og atvinnurekenda sem geta pantað erlent vinnuafl í gámavís. Ég er þreyttur á að hlusta á gasprara eins og Helga Hjörvar tala um málefnið eins og um útlendingahatur sé að ræða. Ég hef alla mína tíð unnið í byggingabransanum og nú er mælirinn fullur. Ég er aftur og aftur eini íslendingurinn á vinnustaðnum. Mér líður orðið eins og útlendingi í eigin landi. Þessir menn hafa engan áhuga á að læra íslensku, við erum 300 þús. skrælingjar í þeirra augum og eigum bara að læra þeirra tungumál. Þeir skipta milljónum í eigin landi. Ég lýg engu þegar ég segi að það er farin að krauma illilega óánægjan hjá mörgum. Sjálfur hef ég horft uppá það að íslendingar hafa staðið bölvandi upp frá borðum í kaffitímum og gengið út vegna hávaða útlendingaskvaldri við borðin. Það er ný upplifun að sitja undir því á eigin "heimili" að meirihlutin tali hvorki íslensku né ensku og sé slétt sama. Við sitjum á púðurtunnu og búið er að tendra þráðinn. Ef yfirvöld ætla sér að bíða eftir sprengjunni, þá verði þeim að góðu. Það mun þurfa einhverja aðra en tindáta Björns Bjarnasonar til að slökkva þann eld.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home