Wednesday, November 08, 2006

Leiðinlega neikvæð umræða í garð innflytjenda



Ég vil byrja á því að nefna það að ég virði skoðanir fólks sem segist vera búin/n að fá nóg af straum fólks hingað til lands. Ég horfði á Silfur Egils og vægast sagt fór hrollur um mig þegar Magnús Þór Hafsteinsson tjáði sína skoðun um "þetta fólk". Maður sem bjó sjálfur í Noregi í 13 ár og naut þess örugglega. Það sem ég er hins vegar sammála Magnúsi og Jóni Magnússyni lögmanni, er það að það er ekki ásættanlegt að "skrúfa fyrir kranann" á þennan straum án þess að vita hverjir koma, það þarf að hafa stjórn á því að mislyndismenn komi ekki hingað, alveg eins og að aðrar þjóðir þurfa að tjékka á því að það komi ekki Íslenskir mislyndismenn til þeirra landa, mér finnst það almenn skynsemi. Ég er alveg sammála að þetta má ekki verða til þess að skerða lífskjör ríkisborgaranna. ÞAÐ Á AÐ GREIÐA ÖLLUM SÖMU LAUN OG ÞAÐ ER Í HÖNDUM STJÓRNVALDA, EN EKKI BLÁFÁTÆKRA INNFLYTJENDA SEM KOMA HÉR ÁN ÞESS AÐ ÞEKKJA RÉTTINDI SÍN OG SKYLDUR. Það þarf að vera miklu betri leið til að upplýsa fólkið um íslenskt samfélag, við höfum að mörgu leyti brugðist þessu fólki heiftarlega, svo að mér finnst óafsakanlegt. Ímyndið ykkur að búa í landi þar sem þið hafið verið á atvinnuskrá í 10 ár kannski og það er hlegið af ykkur þegar þið farið á atvinnuskráarskrifstofunnar til að vitja vinnu. Það hlýtur að vera óþolandi. Mér finnst við íslendingar of vanir of góðu. Mér var um og ó, þegar Jón hins vegar tjáði sínar skoðanir um múslíma og Syni Allah. Við erum að tala um brota brot af öllum múslímum, svo lítið að það er langt um minna en 1%. Jón talar um að það þurfi að fylgjast með straumi innflytjenda, afhverju kom hann ekki með tillögu um hvernig það yrði gert? Magnús Þór Hafsteinsson kom heldur ekki með tillögu. Magnús talaði líka um að verktakar væru að reka íslendinga úr og réði í stað erlenda verk -og iðnaðarmenn sem innu undir töxtum, það er hafa stjórnvöld brugðist. Hann talar um að "þetta fólk" hafi enga þekkingu á okkar sögu og tungu, ég þekki marga Íslendinga sem geta ekki talað rétt og vita nánast ekkert um sögu þjóðarinnar, mér finnst rétt að byrja að laga það áður en ráðist er með svona hætti gagnvart erlendu fólki sem er ekki komið hingað til mennta sig í Íslenskri sögu heldur í atvinnuleit og margir bara í stuttan tíma. Ég er þó þeirrar skoðunar að þegar erlendur ríkisborgari ætlar að sækja um ríkisborgararétt þarf viðkomandi að gangast undir próf sem myndi sýna góð tök Íslensku og íslenskri menningum, hvort sem það er svartur, gulur eða hvítur maður. Það kostar miklu minna til langs tíma að hjálpa innflytjendum við aðlögun, t.d. með styrktu íslenskunámi, heldur en að hjálpa þeim ekkert og vera með þetta háttarlag: "Þið vilduð koma hingað, þá læri þið á stundinni tungumálið og okkar siði". Það gegnur ekki þannig, og það er afar dónalegt viðmót. Síðast en ekki síst að skipta upp fólki. Það er VIÐURSTYGGILEGT og minnir á Nasismann og kenningunum um hinn æðri kynstofn. Ég viðurkenni það, að heyra þessa umræðu er eins og fá Ískalda vatnsgusu framan í sig. Það er svo mikið af fólki sem ég þekki frá öðrum löndum sem hefur aðlagast svo vel, með opinn huga, að ég á ekki til orð yfir dugnað og elju. Mér finnst þessi umræða vera argasti dónaskapur í garð þessa fólks, fólksins sem kemur hingað með opinn hug og vill bæði gefa af sér og þiggja. Hins vegar verður að taka púlsinn af vinnumarkaðinum, og hlýta lögmálunum um framboð og eftirspurn. Ég segi: Ísland, fyrir alla sem vilja aðlagast.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home