Monday, June 19, 2006

Um líkamsárásir í Keflavík ofl.


Fimm aumingjar réðust með fólskulegum hætti á tvo menn sem voru á gangi í Keflavík. Þeir reyndu að myrða annan þeirra með því að sparka endalaust í höfuð hans þannig að það þurfti að flytja hann til Reykjavíkur til aðhlynningar. Svo var þessum mönnum (að venju) sleppt eftir smá yfirheyrslur þarna suður með sjó.Afhverju er þessum ofbeldisbrjálæðingum alltaf sleppt eftir yfirheyrslur?? Ofbeldisglæpir gagnvart fólki eru að mínu mati alvarlegustu brot sem framin eru. Það má ekki sleppa mönnum strax eftir svona afbrot - það á að fara fram á gæsluvarðhald strax þegar um svona alvarleg ofbeldisbrot eru að ræða. Þarna er ekkert annað á ferðinni en tilraun til manndráps, og dómsvaldið verður að haga sér samkvæmt því.En í málið er að Keflavík er alveg sér á báti varðandi ofbeldi. Það er eins og þetta fólk þarna sé af einhverjum ástæðum frumstæðara að eðlisfari en aðrir íslendingar (sem þó eru nú ekki á meðal þroskuðustu þjóða heims)...

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home