Wednesday, June 14, 2006

Sorgarsaga úr fuglalífinu.


Í morgun átti ég erindi suður í Hafnarfjörð.Að því loknu gekk ég fram hjá "Læknum" á leið minni til Reykajvíkur.Þar á bakkanum sá ég dauða stokkönd sem líklega hefur orðið fyrir bíl og kastast út af götunni.Það sem stakk mig mest var að steggurinn var á stjákli í kringum dáinn makann. Trúr sinni spúsu og ekki á því að yfirgefa hana.Verst var að geta ekkert gert, hvorki huggað né liðsinnt vesalings fuglinum.En svona getur lífið verið hart í heimi.Í Guðs friði öll.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home