Njáll Ungi

Neil Young heitir kanadískur rokkari, V-Íslendingur, sem hefur verið búsettur í Bandaríkujunum í 4 áratugi eða svo.Hann er giftur bandarískri konu og á uppkomin bandarísk börn. Meðal margra afreka Njáls Unga er þátttaka hans í kvartettinum Grosby, Stills, Nash & Young. Njáll hefur lengst af fylgt republikunum í Bandaríkjunum að málum. Var stuðningsmaður Reagans og bresku væluskjóðunnar Margrétar Thatcher. Njáll hefur í gegnum tíðina sent frá sér margar góðar plötur. Ein af þeim kom á markað nýverið, "Living With War". Þar rekur hann í grófum dráttum vonda pólitík Brúsks forseta Bandaríkjanna.Njáli er mikið niðri fyrir og fer vítt og breitt yfir margt það vonda sem Brúskur stendur fyrir í pólitík. Platan er vel heppnuð. Njáll er skorinortur - eins og oft áður. Hann er harðlínu anti-rasisti og hefur í sönglögum sínum gagnrýnt suðurríkja-rasista. Fyrir bragðið samdi til að mynda hljómsveitin Lynard Skynard níðsöng um hann, "Sweet Home Alabama". Njáll liggur aldrei á skoðunum sínum. Hvorki þegar hann sagði breskum pönkurum til syndanna fyrir gagnrýni þeirra á nefskatt Thatcher eða bandarískum demókrötum fyrir gagnrýni á stjörnustríðsáætlun Reagans.Fyrir bragðið vegur harðorð gagnrýni hans á Brúsk forseta þungt. Nýja platan er frá A-Ö hörð gagnrýni á allt sem Brúskur stendur fyrir í innalandspólitík sem og stríðsglæpi hans erlendis.Það sem að auki stendur upp úr er að platan er góð "metal folk" músík. Lögin eru virkilega góð, öfugt við það sem oft vill henda þegar mönnum er mikið niðri fyrir (samanber "Sometimes in New York City" með Lennon og "Cut the Crap" með The Clash).Kallinn er á góðu flugi. Platan endar á bandaríska þjóðsöngnum og undirstrikar þannig að Njáll er að gagnrýna Brúsk og það sem hann stendur fyrir en ekki Bandaríkin sem slík.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home