Raforkuverð álverana!
Vil benda á grein á forsíðu Fréttablaðsins í dag sem segir að stjórnarformaður Alcoa segir á heimasíðu fyrirtækisins að fyrirtækið greiði helmingi minna fyrir megavattstundina á Íslandi en í Brasilíu.Það var og. Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar segir tölurnar í greininni rangar. Auðvita. Aldrei, fyrr eða síðar hefur almenningur fengið að vita um rafmagnsverð til álvera.Mjög líklegt eða hitt þó heldur að stjórnarmaðurinn fari með rangar tölur! Haldið þið eina mínútu að við trúum því að hann viti ekki hvað hann er að tala um? Hvurslags fífl heldur FS að almenningur sé?Honum væri þá nær að birta réttar tölur en eins og allir vita eru þær LEYNDARMÁL!!!! Það er sagt vegna samkepnisaðstæðna.Ef samkeppnisaðstæður eru stjórnarformanni Alcoa ekki meira mál en svo að hann birtir þessi verð á heimasíðu fyrirtækisins því ætti við ekki að fá að vita þessar upphæðir? Ég legg til að landinn taki sig nú saman og krefjist, mitt í allri álversvæðingunni, að fá að vita á hvað Ísland er að selja, eða “gefa” megavattstundina.Ég er viss um að ef við þrýstum nóg á og fjölmiðlar skrifa og spyrja endalaust að svar fæst um verðið. Ekki eins viss um að álver þyki fýsilegur kostur eftir það frekar en nú.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home