
Einu sinni,endur fyrir löngu, þegar ég var í bænum með ungan son minn (bjó erlendis), varð syni mínum brátt í brók. Þið vitið hvernig er þegar börnum verður mál, þau þurfa að komast á klósett NÚNA. Ég tók það ráð að fara inn í bakarí, þar sem ég vissi að var klósett. Þegar ég gekk framhjá afgreiðsluKERLINGUNNI, spurði hún mig hvað mig vantaði. Ég sagðist ætla á klósettið með son minn og síðan ætlaði."Þú verður að kaupa eitthvað ef þú ætlar að nota klósettið" var svarið. Ég var rekin út með barnið. Mig minni að ég hafi bara látið hann pissa á gangstéttina fyrir utan bakaríið. Allavega gerðu hundar það allstaðar og gera enn og ekki bara míga.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home