Monday, June 19, 2006

Dixie Chicks


Fyrst vil ég taka fram að ég er ekki sérstaklega áhugasamur um kántrý-músík. Hef þó gaman að kántrý-músík sem er skilgreind sem "alternative country" (Gram Parson, The Byrds, Wilco...) og "folk-country" (Neil Young, Woody Guthrie, Dylan...).2003 var Brúskur settur í embætti forseta Bandaríkjanna, þrátt fyrir að hafa fengið um hálfa milljón atkvæða færri en keppinauturinn, Al Gore. Þar fyrir utan var um gróf kosningasvindl að ræða Brúski í hag, eins og gerist og gengur.Vinsælasta kántrý-kvennaband Bandaríkjanna, Dixie Chicks, opnaði hljómleika í Bretlandi með því að biðjast afsökunar á að vera frá Texas, heimaríki Brúsks.Frétt af þessari afsökunarbeiðni var slegið upp í bandaríksum fjölmiðlum. Brúskur tók þessu vel og sagði þetta vera tákn um að í Bandaríkunum væri fólk frjálst að tjá skoðanir sínar.Samt sem áður var Dixie Chicks sett á bannlista 29% bandarískra útvarpsstöðva og sala á plötum DC hrundi 42% í Bandaríkjunum. Meðal annars vegna þess að plötur DC voru teknar úr sölu í fjölda plötubúða.Í bandarískum fjölmiðlum drógu DC úr þessari yfirlýsingu. Sögðu að það hafi verið fljótfærni af sinni hálfu að dæma Brúsk sem forseta út frá stefnu hans sem ríkisstjóra í Texas. Manns ójafnaðarstefnu sem m.a. afgreiddi opinberar aftökur á börnum og þroskaheftu fólki á færibandi af sömu ákefð og Hitler.Núna segjast þær stöllur hafa breytt um skoðun. Brúskur sé enn verri maður en þær óttuðust. Stríðsglæpamaður, lygari og föðurlandssvikari.Þær sjái eftir því að hafa dregið í land á sínum tíma. En hafa sér til afsökunar að hafa tjáð sig um Brúsk fyrir 11. september og olíuránið í Írak.Núna sé þeim virkilega ljóst hversu hættulegur maður Brúskur er. Þær hafa því tvíeflst í gagnrýni á Brúsk. Og á nýjustu plötu DC syngja þær yfirlýsingu um að þær standi við áður gefna skoðun á Brúski.Síðasta innleggið er að DC varð að aflýsa hljómleikum um biblíubelti Bandaríkjanna vegna dræmrar aðsóknar. Þar eru m.a.s. sérstakar pressur aðgengilegar almenningi, líkar dósapressum, til að smassa DC plötum.Stelpurnar í DC segjast frekar vilja eiga erindi við fáar en vitibornar mannsekjur fremur en fjölmennan hóp heiladauðra rauðhálsa (rednecks).

1 Comments:

Blogger freethoughtguy said...

Great post, great blog! I'm trying to enjoy the new Dixie Chicks CD without letting politics get in the way (for the record, I too am ashamed of our President).

4:58 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home