útivistartími unglinga

Mig langar svolitið til að fá álit ykkar. Þannig er mál með vexti að ég á unglingsdóttur sem er á 15 ári. 'Eg reyni að fylgjast með því sem skeður í lífi dóttur minnar, með því t.d. að fylgjast með bloggsíðu hennar og líka þá í leiðinni bloggsíðum þeirra sem er skráðir með línka á síðunni hennar. Maður fræðist helling af því að lesa síður annarra barna, og fer maður ósjálfrátt að velta ýmsu fyrir sér. T.D. varðandi útivistartíma unglinga, drykkju þeirra o.þ.h. 'Utivistartíminn er lögum samkvæmt þannig að börn undir 16 ára aldri eiga ekki að vera á almannafæri eftir kl 22.00 og reyni ég eftir fremsta magni að framfylgja því, með nokkrum undantekningum, en veit ég þá alltaf hvar dóttir mín er. En síðan ég fór að fylgjast þetta mikið með því sem skeður hjá öðrum unglingum þá verður mér það alltaf meira og meira ljóst að fæstir unglingar eru látnir fylgja þessum reglum, og flestir þeirra þá jafnvel farnir að reykja og það sem verra er, að drekka líka. Ætli þetta se almennt svona, eða er ég bara allt of ströng og að ofvernda dóttir mína?????

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home