Saturday, April 08, 2006

Harðir sjósóknarar að vestan


Ég get ekki orða bundist þegar ég heyrði að björgunarsveitir fyrir vestan og einnig skip hefðu verið í viðbragðsstöðu og siglt á móts við báta í hættu. Þegar ég fór að kynna mér þetta aðeins var um að ræða trillur sem voru á sjó í vitlausu veðri, ekki að það hafi komið mér eitthvað á óvart að vitlaust veður hefði verið fyrir vestan frekar en öðrum sem hlusta á veðurspá. En ég las hinsvegar grein þar sem talað er um að sjómenn á þessum trillum gerðu lítið úr þessum atburði enda sennilega um harða sjósóknara að ræða. En hinsvegar er mér hugsað til þess að þegar fólk ekur um á bifreiðum með ógætilegt aksturslag, þá er hægt að refsa viðkomandi ökumönnum með sektum . Er ekki eðlilegt að skipstjórar þessara báta væru sóttir til saka fyrir það að vera á sjó þegar veður er eins og var á þessum slóðum og þeir látnir borga veiðitap á togaranum Páli Pálssyni sem beðinn var að sigla til þeirra til aðstoðar , einnig kosnað útgerðar Gunnbjarnar sem silgdi á móts við bátana og einnig á togbátnum Vestra sem var í viðbragðsstöðu á meðan bátarnir leituðu vars ? Er eðlilegt að skipstjórar sem ekki eru betur af guði gefnir en það að geta látið hafa eftir sér að þetta hafi ekki verið svo mikið mál séu ekki sóttir til saka og jafnvel sviptir atvinnuréttindum ?

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home