Wednesday, April 19, 2006

Olíufélögin skála í Koníak,reykja vindla og hlægja að okkur....


Ég er vægast sagt að verða brjálaður. Hvernig endar þetta ? Hvernig er þetta hægt?Bensínlíterinn nálgast 130 kr og hækkar stöðugt. Hvernig halda menn að maður hafi efni á þessu ? Ég hef nú ágætis laun og er maður með fjölskyldu og ég er að hugsa um að leggja bílnum mínum. Bíl sem ég keypti ekki fyrir svo löngu síðan. Í dag þýðir ekki að setja 500-1000 eða 1500 á bílinn því maður fær ekkert fyrir það. Ég er í raun að verða kjaftstopp á þessu. Hvernig getum við látið þetta viðgangast! Það verður að gera eitthvað í málunum og það strax! Við verðum að láta í okkur heyra því að svona er ekki hægt að lifa til lengdar. Ég get ekki ýmindað mér hvernig er að vera með 100,000 kr á mánuði og eiga og reka bíl. Það eina sem róar mig þessa dagana er Lagið Álfar í flutningi Gísla Hvanndals. Það endar einmitt á réttum orðum: Hvað hefur skeð ?

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home