Saturday, April 15, 2006

Fífl á hálendi Íslands?


Hvað finnst fólki um þessa tvo náunga sem fóru á vélsleðaferð - væntanlega til að bindast nánum böndum, skv. slúðurblaðamennsku Stöðvar 2 - og vissu ekki við hvaða jökul þeir voru, voru ekki með GPS né NMT síma og höfðu heldur ekki hugmynd um að það væri verið að leita að þeim, fyrr en þeir sáu björgunarsveit! Um 200 manns kallaðir út og þyrla landhelgisgæslunnar, varnarliðsins og svo einkaflugvél sem leituðu að þessum mönnum, sem ég leyfi mér að lýsa sem algjörum fávitum. Mér finnst að þeir ættu að borga allan kostnað við þessa leit að þeim

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home