Bandaríski draumurinn er kannski ekki svo æði

Ég var að lesa grein þar sem er verið að fjalla um bandaríska drauminn og hvernig hann er, og hvort hann sé jafnvel ekki eins góður og haldið sé. Og janfvel hvort að hann sé farinn að greypa niður stéttaskiptingu í Amerískt þjóðfélag. Enn hérna er bara smábútur úr greininni eftir: Flestar kannanir, en raunar ekki allar, gefa til kynna að sífellt verði erfiðara fyrir fólk úr fátækum fjölskyldum að vinna sig upp þjóðfélagsstigann. Stéttastaða foreldra virðist ráða sífellt meiru um efnalegt gengi barna og vera besta vísbendingin um hvað bíður barnanna í lífinu. Fyrir þessu eru margar ástæður en líklega er eina þá veigamestu að finna í menntakerfinu.Sæmilega efnað fólk ver stórum hluta tekna sinna í að greiða himinhá skólagjöld fyrir börnin sín allt frá því þau eru í barnaskóla og þar til háskólaprófi lýkur. Meirihluti fólks verður hins vegar að sætta sig við skóla sem oft eru miklu lélegri en algengast er um skóla annars staðar á Vesturlöndum.Í Evrópu er nám við góða grunnskóla og háskóla hins vegar yfirleitt lítið fjárhagslega íþyngjandi. Amerískir háskólar hafa lengi verið sagðir hinir bestu í heimi og á það er oft bent að umfangsmikið styrkjakerfi veitir gáfuðum en fátækum nemendum aðgang að góðri menntun. Hvoru tveggja er hins vegar líklega ofsagt.Nokkrir tugir háskóla í Bandaríkjunum eru á meðal hinna allra bestu í heiminum. Tvær nýlegar kannanir röðuðu átta bandarískum háskólum í tíu efstu sætin á heimslista yfir háskóla. Ef litið er niður eftir listanum breytist þetta hins vegar. Fleiri af 100 eða 200 bestu háskólum heimsins eru í Evrópu en í Bandaríkjunum. Lítið brot þjóðarinnar fer í bestu skólana en fjögur þúsund háskólar eru í landinu.Svipuð saga er sögð af neðri þrepum skólakerfisins. Í 150 bestu háskólum landsins, sem er líklega nokkuð tæmandi listi yfir góða háskóla þar, eiga 75 prósent nemenda foreldra sem tilheyra ríkasta fjórðungi þjóðarinnar en einungis þrjú prósent nemenda koma úr fátækasta fjórðungnum.Um leið fjölgar þeim fátæku. Nær 40 milljónir manna í landinu eru fátæklingar sem eiga sér ekki lengri ævilíkur en fólk í mörgum fátækum þróunarlöndum enda heilsugæsla og menntun í fátækrahverfum Bandaríkjanna engu betri en í mörgum fátækum ríkjum.Þótt flestir viti vel af miklum og vaxandi ójöfnuði í Bandaríkjunum hefur hann ekki orðið að stórkostlegu pólitísku deilumáli vegna þess að menn trúa því almennt ennþá að allir hafi sæmileg tækifæri til þess að ná verulegum árangri í lífinu.Kannanir benda líka til að fólk ofmeti oft stórlega stöðu sína. Óraunsæið reynist enn meira þegar fólk er spurt hvort það telji líklegt að það muni komast í hóp hinna ríku. Ameríski draumurinn myndar því enn grunn að stjórnmálum þar vestra þótt hann fjarlægist veruleikann sífellt meira.Í raun finnst mér þetta ekkert koma mér á óvart, að í raun séu Bandaríkin ekki það Gósenland sem að þeir hafa alltaf státað sig af að vera, og eins og segir í greininni, að þetta velti allt á einstaklingnum og hans dugnaði og fyrirhyggju. En í raun séu Evrópubúar mun betur búnir með það að vinna sig upp úr fátækt, dööhhh mér hefur alltaf fundist að Bandaríkin ali einmitt á þessum gildum ríkir eru þarna og fátækir eru þarna, þangað til að fátæki maðurinn fær sitt "brake" en hann verður þá líka að hafa unnið sko til þess hörðum höndum, nota bene.Kemur mér ekkert á óvart að Bandaríkin séu að KIKNA UNDAN SJÁLFU SÉR.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home