Rétturinn til að fá kynskiptiaðgerð

Ég var að lesa pistil hérna í skoðunum á visi.is og þar var Anna Kristjánsdóttir Vélfræðingur, sem var áður karlmaður en hefur farið í kynskiptiaðgerð og er núna kona í dag. Hún er að gagnrýna einhverja grein eftir Jón Óttar Guðmundsson Geðlækni um það hvernig málefni þeirra aðila sem vilja gangast í gegnum svona kynskiptiaðgerð séu í raun illa haldið utan um þau og í raun engin lög til um þau á Íslandi.Anna Kristjánsdóttir talar um að ekkert sé gert hérna á Íslandi til að hjálpa til með félagsleg þáttinn í þessu ferli sem sé auðvitað nauðsynlegt að hlúa að. Enn segist þó í raun ekkert geta sagt neitt fyrir alveg öruggt um það þar sem að aðeins 2 manneskjur hafi gengið undir svona kynskipti aðgerð hér á Íslandi.Aðili sem ég kannast við og flúði land eftir að hafa verið hafnað af Óttari Guðmundssyni, fór í aðgerð vestanhafs og kann honum ekki fagra söguna. Hann bendir meðal annars á að hann hafi verið talinn of gamall til að sækja um aðgerð og var það meðal annars notað gegn honum. Þó var hann langt undir þrítugu þegar hann sótti um aðgerð hér heima. Með þessu falla úr gildi orð Óttars um að einstaklingurinn þurfi að hafa náð ákveðnum aldri og þroska. Þessi sami aðili benti mér einnig á að sami geðlæknir hefði lýst því yfir við sig að hann hefði aldrei sleppt mér í gegn hefði ég sótt um aðgerð hjá honum. Þetta er enn eitt dæmið um mismunandi reglur í Svíþjóð og Íslandi því mig grunar að á Íslandi gildi engar ákveðnar reglur, einungis geðþóttaákvarðanir. Ekki hafa allir einstaklingar sem sótt hafa um aðgerð, treyst sér til að flýja land og sækja um aðgerð erlendis. Þetta fólk þjáist hér heima og á sér enga ósk heitari en að komast í aðgerð, en á sér engan málsvara. Þó er í minnst tveimur tilfellum um að ræða fólk sem lifir algjörlega í sínu óskaða kynhlutverki, hefur gert lengi og mun aldrei geta snúið til baka í hlutverk karlmannsins. Að hafna þessum manneskjum er brot á mannréttindum. Hugsið ykkur sálarangistina sem að fólk er að ganga í gegnum og svo mætir það kannski bara fordómum og skilningsleysi þar sem að það ætti síst að fá slíkt framan í sig. Því ef ekki í Heilsufarsgeiranum að þar ríki fordómalaust andrúmsloft,hvar þá. Þá virðist nú fokið í flest skjól. Aumingja fólkið segi ég nú bara.Ég hef einhvern veginn aldrei hugsað út í það að það sú kannski miklu fleiri en maður getur ímyndað sér, sem vilja fara í svona kynskiptiaðgerð. Ég hef alltaf bara hugsað um Önnu Kristjánsdóttur og svo bara sett punktinn aftan við hana. Þvílík þröngsýni hjá manni!

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home