Wednesday, January 25, 2006

Ungt fólk og eiturlyf er það sjálfsagt til að skemmta sér?!


Ég hef verið að velta því fyrir mér varðandi ungt fólk svona á aldrinum 18 ára og svona fram að 25 ára og mikið, miklu meira en maður gerir sér grein fyrir,af þessum krökkum nota eiturlyf þegar þau fara út að skemmta sér.Þetta eru þá aðallega efni eins og Amfetamín, í mörgum tilfellum Meþadon,sem er jafnvel enn verra efni en Amfetamín, þó það eigi að hafa sömu áhrif, það var einmitt sýnt í sjónvarpi um daginn, munurinn á heila á manneskju hvernig heilinn var fyrir og eftir neyslu á Meþadoni í 3ára neyslu. Og það var vægast sagt sjokkerandi að sjá. Eftir þessa 3 ára neyslu var heilinn vægast sagt orðinn eins og gatasigti, það var óhugnalegt, það var eins og efnið væri búið að éta sig í gegn um marga bletti í heilanum. Þetta er svo sannarlega fræðsluþáttur sem að mætti sýna aftur í sjónvarpinu. Svo er það Kókain,en það er minna um að krakkarnir kaupi það í einhverjum mæli þar sem að það er dýrara. Algengara er að efnameira og eldra fólk sé að versla með það. Og svo er það auðvitað E-taflan.Það sem að ég hef orðið var við í enn meiri mæli en áður er að krökkunum finnst þetta orðið svo eðlilegur partur af því að skemmta sér. Þ.e.a.s að fá sér í nös eða að droppa E eins og það er kallað. Og umræðan í vinahópnum er mjög lituð að neyslu og skemmtanatali,að yfirleitt kemst ekkert annað að,enda snýst orðið lífið næstum eingöngu um þessa tvo hluti. Að skemmta sér og útvega sér pening fyrir efnum. Ef einhver er ekki í neyslu þá má í raun segja að viðkomandi eigi ekki séns á að vera með í hópnum og útilokist fljótt frá hinum og þar af leiðandi hættir fljótlega að skemmta sér með þeim. Eðlilega því þessir tveir heimar, neysluheimur eiturlyfja og þeirra sem neyta þeirra ekki,fara einfaldlega ekki vel saman,þeir eiga ekkert sameiginlegt!Grammið af Amfetamíni eða Meþadóni kostar 5.000 krónur og fara fíklar léttilega með að klára jafnvel 2-4 gr á einni nóttu þegar verið er að skemmta sér,en algengast er svona 2 gr séu notuð, þannig að þetta er dýrt spaug auk þess að vera hættulegt. Grammið af Kókaini kostar 15.000 krónur E- taflan er að seljast á 2.500 krónur stykkið Þegar verið er að droppa E-töflu eru yfirleitt teknar 1-2 töflur, og þar er áhættan þannig að viðkomandi veit í raun aldrei hvernig að getur orðið af töflunum, þannig að áhættan er alger. Hvort hvort að viðkomandi verði fullur af vellíðan og elski allt og alla, eða hvort persónan verði eins og vanviti með augun ranghvolfandi og slefandi út um munnvikin og í raun ræður ekki neitt yfir neinu á líkama sínum fremur en um fatlaðan einstakling sé að ræða, og er þá viðkomandi algerlega upp á kannski ölvaða vini,sem eru jafnvel í annarlegu ástandi kominn, og kannski ekki sjálfir upp á marga fiska til að sjá um þann sem fer illa í það sinnið við að droppa E-töflunni.Margir koma sér í miklar skuldir þar sem að mörg af þessum krökkum eru í skóla og vinna kannski bara svona íhlaupa vinnu til að eiga einhvern smá pening til að hafa með skólanum,og þeir eru fljótir að fara þegar svona neysla er komin í spilin og skuldirnar eru skotfljótar að hlaðast upp. Og þetta eru sko skuldir sem þú vilt ekki skulda þessum kónum það er sko STAÐREYND.Það sem að ég er í raun að segja með þessum pistli mínum og það sem að ég hef tekið eftir umgengni minni í kringum ungt fólk og hrædd við er hugarfarið hjá þessu unga fólki. Það er einmitt hvað þeim finnst þessi neysla "BARA, vera svo ALLT Í LAGI, vera svo eðlilegur partur af því að fara út að skemmta sér" eða eins og ein stúlkan sagði við mig "ég meina,það gera þetta allir" Og því velti ég fyrir mér "Er þetta orðin raunin?"Haldið þið það, "að þetta sé orðið svona hjá ungu fólki sem er að skemmta sér úti á lífinu í dag,að það sé ekki hægt nema með einhverjum eiturlyfjum til að hjálpa þeim til að hafa gaman??

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home