Wednesday, January 25, 2006

Íslensku tónlistarverðlaunin


Getur einhver frætt mig um hverjir velja tilnenfingar til Íslensku tónlistarverðlaunanna? Eru það plötuútgefendur?Ég undrast þegar verið er að tilnefna sem bestu söngkonur Hildi Völu og Regínu Ósk. Ekki að þær séu vondar söngkonur. Það eru þær ekki. Hinsvegar hafa þær markað sér bás sem tilþrifa- og metnaðarlitlar karíókí-söngkonur. Syngja gamla margþvælda útlenda karíóki-söngva. Það er eitthvað sem á að verðlauna annarsstaðar en undir merki Íslensku tónlistarverðlauna.Sama má segja um plötu Guðrúnar Gunnars og Friðriks Ómars. Áreiðanlega þokkaleg plata fyrir þá sem hafa gaman af gömlum slögurum. En ekki neitt sem ástæða er til að taka fram yfir metnaðarfyllri plötur.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home