Wednesday, January 25, 2006

Unnur Birna " Þjóðarstolt


ég verð að segja að ég hef aldrei fyllst af eins miklu þjóðarstolti og í dag þegar ég horfði á Miss World á skjánum. Maður hélt náttúrulega í sinn sanna íslending og var vongóður en alltaf er náttúrulega efi. Þegar Unnur birna komst í 15 manna úrslit er ég viss um að ég stökk hæð mína úr sófanum en ég er þó 1,90 á hæð. Ég fékk tak í hálsinn og er enn að jafna mig. Þegar hún komst í 6 manna úrslit var það eins og íslenska landsliðið í fótbolta hefði komist í undanúrslit á HM. Þegar úrslitin voru tilkynnt og ég heyrði orðin "Miss Iceland" fylltist ég svo miklu þjóðarstolti að ég táraðist og ég er nú harður af mér. Ég er viss um að þetta sló mig jafnvel meira en að Ísland myndi vinna HM. En kannski fæ ég að vita það einn daginn. Við Íslendingar getum verið stolt af þjóðargulli okkar íslendinga í dag sem bar svo sanna sigur af hólmi ! Ég er stoltur Íslendingur.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home