Wednesday, January 25, 2006

Meiri réttindi til handa samkynhneigðum



Loksins stendur fyrir dyrum að það sé verið að samþykkja frumvarp varðandi réttindi samkynhneigðra og það þykir vera svo gott að janfvel sé leitun að öðru eins í heiminum, já, það er aldeilis.Ég get ekki annað en samglaðst með samkynhneigðum að þetta skuli loksins vera að ganga í gegn. Þegar þetta frumvarp verður samþykkt hjá Alþingi þá öðlast samkynhneigðir rétt til að vera skráðir í sambúð skv.í Þjóðskrá og það verður til þess að þeir njóta sömu réttinda og aðrir um almannatryggingar, skattalega meðferð, lífeyrisréttindi og skiptingu á dánarbúi og fleira. Samkynhneigðum verður heimilt að ættleiða börn og þar verður sá réttur jafnaður. Þá er að geta þess að kona í staðfestri sambúð með annarri konu hefur rétt til að gangast undir tæknifrjóvgun með gjafasæði. Fram undir þetta hafa samkynhneigðar konur í sambúð þurft að fara til útlanda til að fá tæknifrjógvun, en nú verður breyting þar á. Frumvarpið sem hér um ræðir er mikið framfaraspor og mun breyta miklu fyrir þennan hóp, og nú er beðið viðbragða kirkjunnar í þessum málum. Þjóðfélagið verður líka að laga sig að þeim breytingum sem breytt lög um réttarstöðu samkynhneigðra hafa í för með sér og það eiga áreiðanlega eftir að heyrast raddir sem setja sig upp á móti þessum breytingum. Við vorum sein af stað hvað varðar réttindi samkynhneigðra en nú eru horfur á því að við verðum í fararbroddi og þegar fer að reyna á lögin má búast við að aðrar þjóðir leiti í reynslusjóð okkar, eins og átt hefur sér stað varðandi fæðingarorlofslögin. Þar erum við mörgum skrefum á undan mörgum vestrænum þjóðum, sem við gjarnan viljum líkja okkur við. Sá er þó munurinn á þessum tveimur málum að fæðingarorlofið hefur í för með sér töluverð útgjöld fyrir ríkið en réttarstaða samkynhneigðra er fyrst og fremst mannréttindamál. Þau eru ófá dæmin um að samkynhneigðir hafi orðið að flytja til annarra landa vegna fordóma í þjóðfélaginu en nú er sá tími vonandi fyrir bí. Þetta er svo frábært frumvarp og það kollvarpar svo öllu í sambandi við réttarstöðu t.d hvernig makar standa réttarfarslega séð ef hinn makinn fellur frá þannig að þetta er mjög mikilvægt skref í bara mannréttindabaráttu samkynhneigðra og ég bara get ekki annað en samglaðst með þeim alveg innilega

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home