Verðugur málstaður

Ég vil benda á málstað sem ég hvet aðra tilað styðja: Læknishjálp fyrir fátæk börn og unglinga frá Mið- og Suður-Ameríku. Ég hef sjálf látið af hendi rakna og mun gera það áfram. Fyrir innsöfnuninni standa Jackson Memorial Hospital í Miami, þarsem skurðaðgerðirnar eru framkvæmdar í samvinnu með International Kids Fund, sem er viðurkennd samtök (ég hef tékkað).Sjá hér: http://www.internationalkidsfund.org/ og meira um Marlisa Casseus, 14 ára frá Haiti, sem nauðsynlega þarf aðstoð vegna æxli í andlitinu, sem mun annars draga hana til dauða, hér: http://www.local10.com/news/5288835/detail.html?rss=mia&psp=newsHægt er að borga yfir netið og ræður maður sjálfur til hvaða barna þetta rennur. Aðgerðir eru dýrar, en ef mörg hundruð manns gefa t.d. 50 dollara, getur þetta bjargað lífi barnanna.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home